Sæl ágætu félagar!
Ég og Haukur þór Haraldsson fórum á Skessuhorn á sunnudaginn. Fórum NA hrygginn.
Neðarlega í klettunum varð ég fyrir því stórtjóni að missa nýjustu og flottustu 20 cm ísskrúfuna mína. Ég veit að þetta er mjög langsótt en þar sem þessir gripir eru orðnir þyngdar sinnar virði í gulli þá væri auðvitað frábært ef einhver kæmi auga á þennan skínandi fjársjóð.
Túrinn gekk annars bara vel, nokkuð mikill snjór í fjallinu og svolítið skuggalegar hengjur í brekkunni upp á öxlina en frábært veður og mjög góður dagur á fjöllum.
mbk, Atli
atli.lydsson(at)gmail.com