Skessuhorn ísskrúfa

Home Forums Umræður Almennt Skessuhorn ísskrúfa

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47431
    atlilyds
    Member

    Sæl ágætu félagar!

    Ég og Haukur þór Haraldsson fórum á Skessuhorn á sunnudaginn. Fórum NA hrygginn.

    Neðarlega í klettunum varð ég fyrir því stórtjóni að missa nýjustu og flottustu 20 cm ísskrúfuna mína. Ég veit að þetta er mjög langsótt en þar sem þessir gripir eru orðnir þyngdar sinnar virði í gulli þá væri auðvitað frábært ef einhver kæmi auga á þennan skínandi fjársjóð.

    Túrinn gekk annars bara vel, nokkuð mikill snjór í fjallinu og svolítið skuggalegar hengjur í brekkunni upp á öxlina en frábært veður og mjög góður dagur á fjöllum.

    mbk, Atli
    atli.lydsson(at)gmail.com

    #56398
    1506774169
    Member

    Mig grunar að hún liggi þá við hliðina á Marmot vatnsbrúsanum mínum sem fór úr höndunum á mér á miðjum hryggnum um jólin :)

    #56406
    atlilyds
    Member

    Það kannski fer að borga sig að fara þarna með málmleitartæki:-)

    #56409
    1108755689
    Member

    Þetta er ekkert of langsótt. Ótrúlegustu hlutir finnast. Fékk til dæmis fiberúlpuna mína í hendurnar tveim árum eftir að hún gleymdist í Múlafjalli. Heil fyrir utan smágöt eftir músafjölskyldu sem hefur sest að í annarri erminni. Nota hana nánast daglega innanbæjar.

    B

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.