- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
11. May, 2003 at 23:46 #45450KarlParticipant
Tindfjöll
Sunnudaginn 11. mai voru allnokkrir Ísalparar á ferð í Tindfjöllum til að dytta að kabysu og leggja á ráðin um viðhald skálans.
Umræður fóru nokkuð á flug og ætla ég að kasta hér fram nokkrum flugum til umhugsunar og umræðu.Nokkrar staðreyndir fyrst.
Fjallamenn byggðu skálann fyrir 60 árum og er húsið því með eldri fjallaskálum.
Við endalok Fjallamann gekk húsið til FÍ til varðveislu þar til stofnuð yrðu samtök ísl. fjallamanna sem gerðist með stofnun Ísalp 1977 og tók þá Ísalp yfir rekstur og eignarhald skálans með fullu samþykki eftirlifandi fjallamanna og FÍ.
Skálinn var á sínum tíma reistur með samþykki hlutaðeigandi aðila og á sér hefðarrétt á þessum stað.
Skálinn ér orðinn nokkuð á eftir með viðhald og þarf að gera nokkuð átak til að forða honum frá eyðileggingu.Skálagjöld innheimtast MJÖG illa.
Stærstu notendur skálanna eru björgunarsveitir á sv landi og heyrir til undantekninga að þær greiði fyrir afnotin.
Þetta er í samræmi við reynslu Ferðafélaganna og JÖRFÍ af vanhöldum á gistigjöldum.
Umgengni gesta og gangandi í Tindfjöllum er mikil og vantar mikið uppá að gengið sé sómasamlega um skálann og var til að mynda búið að brjóta trekkspjald sem sett var í skorstein fyrr í vetur. Forsendur fyrir komum í skálann eru aðrar nú en fyrir 60 árum og er mest um heimsóknir manna í ökuferðum.Ég tel umræðu vert að læsa Tindfjallaskála en stækka forstofu lítillega og hafa hana ólæsta en millihurð læsta. Það er engin ástæða fyrir Ísalp að gera út hús fyrir fólk sem metur afnotinn einskis virði og greiðir ekki skálagjöld.
ÍSALP er öllum opinn og þeir sem hug af á að nota skálann eru velkomnir í félagið. Þar með er hægt að segja það fullum fetum að skálinn sé öllum opinn þó að menn verði að fara formlega leið til að öðlast afnot af honum.
Með þessu móti er alltaf vitað hverjir eru að nota skálann og greiðslur ættu að skila sér. Menn færu að líta á húsið sem sitt og þar með er kominn grunnur að meiri notkun okkar fólks, bættri innheimtu og betri aðbúnaði.
Selið (tilheirir FBSR sem er lokað félag sem gerir formlegar inntökukröfur og er í almannavarnarslysaneyðarviðbragðageiranum)er opið og getur það ásamt okkar andyri þjónað sem neyðarskýli. Vert er að geta að nútíma ökutæki og fjarskipti gera það að verkum að nú eru Tindfjöll i alfaraleið en ekki afskekt öræfi eins og var við stofnun ÍSALP.Setja þarf upp skilti neðst við afleggjara þar sem tilkynnt er að skálinn sé læstur og afnot aðeins fyrir félagsmenn og þá sem formlega leigja skálann af ÍSALP.
Í skálum þurfa að vera ítarlegar leiðbeiningar um notkun kyndi og eldunartækja, loftun, sorpmál neysluvatn og hvar og hvernig menn skyldu gera stykkin sín (kamar?). Einnig þurfa að vera upplýsingar um eiganda og umsjónarmann/menn skálans.
Í forstofu verði gerð grein fyrir á ísl og ensk af hverju skálinn er læstur og hvert menn eigi að leita vilji þeir leigja húsið.
Eðlilegt er að utanfélagsmenn sem falast eftir skálanum greiði fast verð fyrir sólarhringinn en félagar greiði hausagjald.
Lykill verði í afgreiðslu klifurhússins og etv í bensínstöð á Hvolsvelli og þarf að útfæra slíkt fyrirkomulag. óverulegur kostnaður er af því að skipta út lyklum á 6 til 12 mán fresti.
Þessar upplýsingar þurfa líka að vera aðgengilegar á heimasíðu.ÍSALPræður yfir nettri ólíuvél. Eru menn tilbúnir að fórna e-h sjarmanum fyrir þægindi olíukabysunnar?
Ég á von á að hér birtist listi yfir helstu úrbótaratriði.BRATTI
Ég tel réttast að takka nokkra skemmriskírn á Bratta. Lappa upp á gler og glugga. fjarlægja kabysu og eldavél, loka þaki og klæða skálann með bárujárni.
Botnsúlur eru fyrst og fremst dagferða svæði, og skálinn nýtist aðallega sem nestisskjól og neyðarskýli. Það þarf hvort sem er að fjarlægja núverandi kamínu og reykrör og til hagræðingar er auðveldara að fjarlægja kyndinguna. Kyndingu má að sjálfsögðu setja upp síðar. Slík skýli eru algeng í ölpunum.
Ég tel ekki ráðlegt að læsa Bratta og er aðeins að kasta fram vinnu og peningasparandi tillögum.Reglubundnir en óskilvísir kúnnar…
Æskilegt er að þær slysavarnarsveitir sem notað hafa skála Ísalp um áraraðir geri leigusamning til nokkurra ára við ÍSALP og leigi skálana ákveðnar helgar gegn föstu verði. Sveitirnar megi skiptast á innbyrðis um afnot og hliðra sínum afnotum ef það stangast ekki á við önnur not skálanna.Hvað finnst ykkur?
kv
Kalli12. May, 2003 at 11:31 #479991410693309MemberMér finnst það vera hárrétt athugað hjá Kalla að það er ekki hlutverk ÍSALP að halda uppi neyðarskýli í Tindfjöllum, hvað þá kaffiaðstöðu fyrir sleða- og jeppamenn. Slík starfsemi til almannaheilla stendur öðrum nær (t.a.m. þeim björgunarsveitum sem notað hafa skálann endurgjaldsslaust). Við skulum hafa í huga að sú góða hugsjón að til sé opið neyðarskýli upp í Tindfjöllum má ekki verða til þess að skálinn leggist af, eins og nú stefnir raunar í. Slík niðurstaða væri engun í hag. Er sammála því að lykillinn að málinu sé að læsa skálanum með lykli (það er jú alþekkt hvernig fer með takmörkuð gæði sem enginn á!). Það eina sem ég hef áhyggjur af er skálinn sjálfur, þ.e. útlit skálans með tilliti til þeirra breytinga sem Kalli hefur í huga. Þar þarf að stíga varlega til jarðar. Skálinn er þó ekki í upprunalegri mynd eins og hann er núna, eins og aðrir geta sagt betur frá en ég. Finnst enn spurning hvort staðlað neyðarskýli af minnstu gerð gæti verið betri lausn.
Kv. Skúli Magg.12. May, 2003 at 12:48 #480003110665799MemberFélagar endilega myndið ykkur skoðanir á máli þessu, óbreytt rekstrarform er ekki að skila sér.
Varðandi andyri Tinfjalla verður s.s engin röskun á núverandi útliti skálans, miðað er við hliðar hans haldi sér í nuverandi mynd þ.e.a.s gömlu hliðarnar hinar sextugu verði teknar niður og innanrými stækkað.
Hinar gagnslausu útigeymslur verði lagðar af með öllu, eldiviður þá geymdur í læsta hlutanum td undir kojum og jafnvel undir elhúsborði, þannig að þörf fyrir eldsneytisgeymslu í andyri verður nánast engin.
Varðandi neyðarskýli þá held ég að Ísalp hafi alveg nóg með sinn rekstur á skálunum og held að eitt hús til, þó ódýrustu mynd, kæmi ekki vel niður á budduni, né eins og Kalli bendir á engin þörf , betri fjarskipti og Selið ættu að leysa brýnustu neyð.
Kv Valli.13. May, 2003 at 00:41 #48001kgbParticipantTek undir tillögu Kalla. Tók nokkrar myndir af skálanum þegar við fórum upp eftir. Þær eru að finna undir “síður félaga”. Þar er einnig að finna smá verkefnalista sem ég hripaði niður eftir reyndir mönnum sem með í för voru.
KGB
13. May, 2003 at 08:01 #480020405614209ParticipantDaginn.
Það er hið besta mál að umræða um Ísalpskálana sé komin á skrið og að nú fari loksins eitthvað að gerast í þessum málum.
Það er algjörlega óviðunandi að ekki sé greitt fyrir gistingu. Ef innkoman er engin verður viðhaldið ekkert. Eina vitið er að læsa Tindfjallaskálanum og hafa svipað fyrirkomulag á þessu eins og t.d. Jörfí – að menn sæki lykil til umsjónarmanns og greiði fyrir gistinguna þegar lyklinum er skilað. Innkoman færi svo í viðhald og uppbyggingu. Því meiri innkoma – því betri skáli.
Stjórnin hefur átt viðræður við Landsbjörgu um þessi mál og þeir ætla að senda póst á björgunar- og hjálparsveitir og vekja athygli á málinu.
Þónokkrir Ísalparar hafa boðist til að leggja fram starfskrafta sína við að ráðast í viðhaldsverkefni og það er stórfínt mál. Nú þarf að útvega fjármagn og ráðast í framkvæmdina. Ákveða vinnuhelgi og klára málið.
Umræðan hefur að mestu snúist um Tindfjöll og Bratti staðið í skugganum og mikilvægt að hann gleymist ekki.
Kveðja
Halldór formaður13. May, 2003 at 10:46 #480031410693309MemberVarðandi þá hugmynd að komið verði fyrir litlu neyðarskýli í Tindfjöllum í stað þess að breyta skálanum, eins og rætt hefur verið um, þá er ég alls ekki að leggja til að ÍSALP komi upp og reki neyðarskýlið. Eitt af verkefnum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar er að koma upp og reka neyðarskýli. Ef þörf er á opnu neyðarskýli á þessu svæði myndi ég telja að það stæði þessum samtökum næst að taka það verkefni að sér. Mér fyndist koma til greina að forráðamenn ÍSALP hefðu samband við Slysabjörgu, kynntu þá afstöðu ÍSALP að nauðsynlegt væri að læsa skálanum, og grennsluðust fyrir um hvort samtökin teldu rétt að á staðnum væri opið neyðarskýli. Persónulega tel ég að aðstæður geti verið þannig að mjög gott sé að geta komist í húsaskjól þarna þótt selið sé aðeins í 1,5 km fjarlægð. Ef Slysabjörg er á annarri skoðun er hins vegar spurning að hvaða marki ÍSALP á að bjarga málinu með hálfopnum skála…
Kv. Skúli Magg15. May, 2003 at 11:22 #48004KarlParticipant-Er ekki tímabært áður en lengra er haldið að láta þinglýsa skálanum á Ísalp? Við höfum rætt þetta áður og í ljósi ýmissa undarlegra áforma sunnlendinga um stórfelda uppbyggungu er æskilegt að við höfum okkar á þurru. Það er hættuminna að rugga bátnum á lygnum sjó en eftir að hvessir
kv.
Kalli19. May, 2003 at 18:42 #480053108567469MemberHeil og sael.
Ef ég man rétt var skálinn í umsjá Fjallamanna, laerisveina Gudmundar frá Middal, og var Ólafur Thorsteinsson thar formadur lengi.
Med honum var nokkur hópur manna sem sinnti skálanum og hélt honum vid um árabil. Fjallamenn tóku ekki inn nýja félaga, og med tilkomu Ísalp opnadist taekifaeri ad koma Tindfjallaskála í hendurnar á hópi manna sem vildi sinna skálanum. Fengum vid medal annars nýja kabyssu frá Fjallamönnum. Vid höfum leitad eftir thví ad fá einhverskonar aflýsingu theirra fyrir thví ad skálinn sé í okkar eign, en thad hafa their ekki getad gert thví their hafa aldrei fengid slíka yfirlýsingu sjálfir. Tví sídur er haegt ad thinglýsa eigninni og alls ekki vegna thess ad Ísalp á ekkert land undir skálanum. Tindfjallaskáli er lausafé og thví er ekki haegt ad thinglýsa. Tindfjallaskáli er í eigu, umsjá og rekstir Ísalp. Vid greidum engin fasteignagjöld en skálinn hefur númer hjá FMR og er brunatryggdur hjá Sjóvá.Tindfjallaskáli er barn síns tíma, og safngripur. Upphaflega var skálinn klaeddur med trétexi innandyra og máladur. Strax og hitnadi í kofanum fór ad leka nidur veggina théttingarvatn. Framstafninn var frábrugdin ad thví leiti ad hornin voru tekinn inn, og stafninn virtist standa adeins framúr. Skarphédinn Jóhannesson arkitekt sagdi á sínum tíma ad thetta vaeri ljótasta hús á landinu. Um thad leiti sem Surtsey var ad rísa úr sae unnu Fjallamenn vid breytingar á skálanum. Trétexid var rifid innan úr og thess ístad settar fjalirnar sem nú eru, auk thess smídad bordid. Thá voru klaedd (út) hornin á skálanum thar sem nú er kolageymsla annarsvegar og thannig hefur skálinn litid út sídan.
Í dag eru fjallaferdir med ólíku snidi en ádur var. ég hef séd krakka tjalda vid skálann og skjótast thar inn til ad rétta úr sér. Eda menn skreppa á jeppanum svona eftir hádegi á sunnudegi Thórsmörk og kíkja adeins í Tindfjöll.
Landsbjörg má gjarnan koma ad máli vid Ísalp og styrkja okkur í thví ad hafa tharna skála. Vid skulum bara ekkert vera ad velta fyrir okkur einverri björgunarmidstöd, thad er allt lidin tími, menn eru ad týna sjálfumsér á allt ödrum stödum en í fjallaskálum.
Thad tharf ad skoda thad hvernig vid náum utan um gistigjöldin, án thess ad stofan til mikils umfangs eda kosta miklum tíma til.
Kvedja Guttormur
.
20. May, 2003 at 14:09 #480061410693309MemberMér finnst vafi um aðild að og eðli eignarréttarins ekki breyta miklu um þau vandamál sem að framan greinir. Að því er varðar þau lagalegu atriði sem Guttormur nefnir er rétt að ræða þau á öðrum vettvangi. Einhvern tíma verður auðvitað að fá þau mál á hreint en fyrst er að sjá hvort skálinn lifir nútímann af.
Kv. Skúli Magg
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.