Sagan af Ingimundi

Home Forums Umræður Almennt Sagan af Ingimundi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44861
    0801667969
    Member

    Skemmtileg frásögn og myndir hjá Sigga og Robba. Hér kemur smá viðbótar fróðleikur.

    Við bæinn Hrútafell undir austanverðum Eyjafjöllum er hellir sem nefnist Rútshellir. Hellirinn, sem er stórfengleg smíð, er kenndur við Rút nokkurn. Í hellinum er nokkurs konar “koja” (steinkoja) með gati í gegn. Ein þjóðsagan af Rúti er á þessa leið;

    “Rútur var ómenni, óvinsæll héraðshöfðingi og átti í útistöðum við héraðsmenn. Hann hafði því til öryggis sest að í hellinum. Þræla hafði hann nokkra og var hann þeim harður húsbóndi. Til að losna við Rút, fengu héraðsmenn þrælana til að drepa húsbónda sinn. Segir að þrælarnir hafi ráðgert að gera gat á bæli Rúts og leggja að honum með spjótum þar í gegn. Eitt skiptið meðan hann var ekki heima byrjuðu þeir að búa til gatið. Vildi þó svo illa til að Rútur kom að þeim meðan á verkinu stóð. Flúðu þeir burtu en Rútur elti þá alla uppi og drap.
    Eru staðirnir þar sem Rútur drap þá við þá kenndir. Bjarni var drepinn við Bjarnafell, Högni við Högnaklett, Sebbi hjá Sebbasteini, Ingimundur við Ingimund (á Steinafjalli) og Guðni við Guðnastein í framanverðum Eyjafjallajökli”.

    Rútshellir er skammt frá “Sárabót Satans” og er vel þess virði að skoða.

    Örnefnin sem þarna koma við sögu eru öll á svipuðum slóðum; slóðum þaðan sem eingöngu sér í syðri klettinn á Eyjafjallajökli þ.e.a.s. Guðnastein.

    #48793
    1802862769
    Member

    Góð saga, gaman af sögum bakvið örnefni sérstaklega ef þær hafa eitthvað svona element.

Viewing 2 posts - 1 through 2 (of 2 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.