Púlkur

Home Forums Umræður Skíði og bretti Púlkur

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47426
    1108755689
    Member

    Sælar

    Ég, í félagi við fleiri, hygg á gönguskíðaævintýri á Vatnajökli um páskana. Er illa græjaður og er því farinn að huga að útbúnaði. Sá þetta á pressunni í dag. Hvað segja reynsluboltar? Myndi þetta virka sem púlka?

    Svo rakst ég á þennan frábæra norska hjólavagn sem er hægt að breyta í púlku. Er þetta eitthvað sniðugt í hardkor jöklaskíðaferð?

    Öll góð ráð vel þegin.

    Svo vantar mig skíði og tilheyrandi ef einhver liggur á slíku.
    Er 181 cm (og fáránlega myndarlegur) og nota skóstærð 43-44.
    Bragi

    edit: hér er mynd af NordicCab í notkun.
    129133270506046250DSC00328__st.jpg

    #55951
    2806763069
    Member

    Guð minn góður, hvaða ormagryfju ertu búinn að opna núna.

    #55952
    1108755689
    Member

    …og hvort er betra að bíða af sér aftakaveður í snjóhúsi eða tjaldi?

    Ívar…þú ert nú vanur maður í bransanum. Hvað er þitt take á púlkukontróversinu?

    #55954
    1506774169
    Member

    Loksins er talað um eitthvað áhugavert hérna :)

    Ég myndi nú segja að þetta sem glaðlegi norðmaðurinn á myndinni er með í eftirdragi væri fulllítið. En það fer lítið fyrir sölu á dráttarsleðum á íslandi og er það miður en einhver uppgangur er í gönguskíðamenningunni þessa dagana. Ég frétti af 120cm löngum púlkum sem fyrirtæki á Dalvík er að selja. Þeir eru með einhverja sleðatúra í Eyjafjörðinn austanverðann sem þeir nota þessa sleða í. Svo væri líka raunhæft fyrir 10-12 manns að taka sig saman og panta frá Rei t.d svona Paris sleða. Ættu ekki að vera of dýrir ef margir eru pantaðir. Annars held ég að þessir sleðar í tenglinum séu þessir frá Dalvík sem ég nefndi. Og þeir gætu alveg miðað við myndina gengið vel upp í svona verkefni.
    N.b ég er sjálfur á leið í svona leiðangur um eða eftir páska :)

    Slóð á Paris sleðana. Þeir eru mjög góðir og á góðu verði, úti amk.
    http://www.rei.com/product/609482

    Ég hringdi í Kaldbaksferðir og þeir eru að selja þessa sleða á 9900 krónur og senda hvert á land sem er.

    #55955
    Karl
    Participant

    http://www.google.is/search?rlz=1C1GGGE_enIS367IS367&sourceid=chrome&ie=UTF-8&q=isalp.is+p%C3%BAlka+p%C3%BAlkur

    Það segir sitt um ágæti púlkna, að þeir sem eru að þjálfa sig fyrir stórjöklagöngur hafa stundað að draga á eftir sér liggjandi hjólbarða í bandi.
    Ef þú ætlar að æfa þig fyrir sleðadrátt er þér óhætt að hafa dekkin upprétt, láta þau snúast á legu, og tengja þau við þig með kjálkum svo þau taki ekki frammúr…..

    Hefur þú velt því fyrir þér hvort þú rennir hraðar niður Kaldbakinn á skíðum eða snjóþotu?

    Góðar stundir

    #55956
    0304724629
    Member

    Ég á nokkrar svona þunnar skeljar sem hægt væri að fá fyrir lítið. Virka fínt við klifurbelti og spotta þræddan í gegnum ragmagnsrör.

    #55963
    Steinar Sig.
    Member

    Það er verst að það er ekki hægt að leita í gamla spjallinu. Einhver allengsti þráðurinn þar var ormagryfjan sem Ívar bendir á.

    Gætir leigt parísarpúlku hjá Fjallaleiðsögumönnum ef þú vilt ekki eyða peningum eða geymsluplássi í púlku.

    #55964
    1108755689
    Member

    Hugsa að leiguleiðin verði niðurstaðan.

    #55965
    Karl
    Participant

    Steinar Sigurðsson wrote:

    Quote:
    Það er verst að það er ekki hægt að leita í gamla spjallinu.

    Sást þú ekki leitarstrenginn hér að ofan? -Það er alsstaðar hægt að leita.

    Minni á að ég á ennþá púlku úti í skúr. Hún stendur til boða hverjum þeim sem lofar að skila henni ekki aftur…

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.