Óska eftir framtönnum á Grivel Rambo brodda

Home Forums Umræður Keypt & selt Óska eftir framtönnum á Grivel Rambo brodda

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47497
    Siggi Tommi
    Participant

    Ó, mig auman!
    Er að verða búinn að spæna framtennurnar á Rambo broddunum mínum til ólífis.

    Hef því áhuga á að kaupa par (eða tvö jafnvel) af einhverjum sem er með nýtt eða lítið notað slíkt stell liggjandi á glámbekk öngvum til gagns.

    Held ég geti notað tennur af öllum Rambo broddum nema þessu nýjustu, Evo og Evo Comp (4. kynslóð Rambo). Er sjálfur með 1. kynslóð en veit til þess að menn hafi komið tönnum af millikynslóðunum (2. og 3.) á jálka eins og mína.

    Sendið mér línu á hraundrangi(hjá)gmail.com ef áhugi er á slíkum viðskiptum.

    #55027
    2103844569
    Member

    Hey Siggi!
    I can search if I find some in Italy/Austria/Swiss, maybe somebody still has some left.
    I’ll leave for Italy tomorrow.
    Been training pretty hard and getting more experienced.
    You can read it on my blog: lavinia-marianne.blogspot.com
    And hey, you should ask Valdi for a climb, he’s really good in drytooling!
    Greetz,
    Marianne

    #55029

    Er þetta ekki til í Útilíf í Glæsibæ?

    #55030
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór þangað um daginn og þeir áttu ekkert svona.
    Áttu reyndar hliðartennurnar í Rambo og einhverjar framtennur í BD brodda minnir mig.

    #55032
    1506774169
    Member

    Ég var í Útilíf í glæsó fyrir nokkrum dögum og þá var búið að smekkfylla allar hillur af grivel dóti, náði að versla varahluti í báða broddana mína allavega :)

    #55034
    Siggi Tommi
    Participant

    Hmm, athyglisvert. Ég var þarna um miðja síðustu viku og gaurinn sagðist ekki eiga von á neinu svona dóti á næstunni.

    Hvað varstu annars að kaupa í broddana (og hvaða týpu af broddum)?

    #55038
    Siggi Tommi
    Participant

    Annað hvort hef ég ekki leitað nógu vel um daginn eða Útilíf hefur bætt á hillurnar, því í dag fann ég tvö pör af Rambo tönnum og fjárfesti í öðrum þeirra á tæplega 4 kúlur.
    Mæli með að menn sem vantar slík stell drífi í að kaupa því þetta er torfundið. Er búinn að vera að leita að þessu á netinu undanfarið. Kostar bæði slatta og fæst óvíða.

    #55039
    1506774169
    Member

    Ég var nú bara að ná í snjóvarnargúmmi og nýjar ólar í þá :)

    #55042
    Smári
    Participant

    Talandi um snjóvarnargúmmí, hvar gæti maður nælt sér í svoleiðis fyrir charlet moser (petzl) M10

    #55043
    0304724629
    Member

    Hringdi í Útilíf í gær og talaði við einhverja gelgju sem vissi ekki neitt, síðan einhvern gæja og svo annan gæja. Kom í ljós að það voru til einhverjir varahlutir í gömlu BD Switchblade broddana mína. Einnig eitthvað fyrir M10 brodda. Straujaði kortið og vona það besta. Býst samt alveg eins við að fá bleikar barnalúffur með póstinum.

    rok

    #55047
    Ólafur
    Participant

    Þú ert nú maður sem ætti ekki að vera í vandræðum með að koma bleikum barnalúffum í notkun.

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.