Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Ópus klifin í annað sinn
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
26. May, 2008 at 13:14 #45802Siggi TommiParticipant
Lítill fugl hvíslaði því að mér að Valdi (Valdimar Björnsson) hafi gert sér lítið fyrir og endurtekið überleiðina Ópus í Vatnsbólinu á Hnappavöllum í gær, sunnudag.
Leiðin er sú erfiðasta hér á landi (hugsanlega fyrir utan ókláruð project í Gimlukletti) og gráðast 5.13d eða 8b.
Leiðina fór hann í ca. 10. tilraun þann daginn en eitthvað hafði hann prófað hana fyrr í sumar.Valdi er þar með þriðji Íslendingurinn til að klifra 8b en meistari Björn Baldursson fór Ópus fyrstur manna árið 1996 ca. og hún aldrei verið endurtekin síðan (hvorki af BB né öðrum). Hjalti Rafn Guðmundsson fór 8b leiðina Oraculo í El Chorro um jólin 2006-2007.
Nokkrir af okkar knáustu sporklifrurum hafa verið að vinna í Ópus síðustu ár án þess að ná klára stykkið…Fyrir þá sem ekki vita þá fóru tvær ungar grjótstjörnur 8a+ (5.13c) í Siurana og Montsant á Spáni um síðustu jól en það voru Kristján Þór Björnsson (Kristó) og Kjartan Björn Björnsson (bróðir Valda), Stungust þeir þar með upp fyrir 8a á undan Valda en hann gerði s.s. gott betur með Ópus.
Óskum Valda til hamingju með árangurinn (og Kristjáni og Kjartani að sjálfsögðu einnig)!
26. May, 2008 at 14:21 #527932005774349MemberJó!
Valdi fór leiðina í fyrstu tilraun á sunnudaginn en ekki tíundu. Valdi hafði reyndar reynt hana áður fyrir nokkrum árum en byrjaði að vinna hana af alvöru nú fyrir skemmstu og var ekki lengi að enda í góðu formi þessa dagana.
Frábært,
HRG.26. May, 2008 at 15:04 #52794SkabbiParticipantTil hamingju Valdi, þú ert vel að þessu kominn!
Skabbi
26. May, 2008 at 18:27 #527950503664729ParticipantFlottur Valdi! Til hamingju.
Þá má einnig benda á að spúsa hans, Marianne van der Steen, fór Leikið á als oddi (hægri útgáfuna hans SSS) um daginn en sú leið er 5.12b (7b). Hún er væntanlega fyrsta konan sem fer þessa leið. Til hamingju með það Marianne!Þakka annars fyrir frábæra stemningu á Hnappavöllum um helgina. Gaman að sjá svo mörg andlit sem ekki hafa heimsótt Hnappavelli í mörg ár.
JVS
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.