Nýtt akkeri á Hraundranga.

Home Forums Umræður Almennt Nýtt akkeri á Hraundranga.

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47309
    0801852789
    Member

    Eftir ferð 30.júní ákvað ég að skella mér aftur með Gunnari Agnari og tók með mér 10m af 11mm static línu 2 ára gamalli og lítið notuð.

    Vegna þess að eftir grandskoðun á grjótinu sem vírin er undin um kom í ljós að helvítið er farið að gefa frá sér leiðinda tómahljóð sem segir að hann gæti ákveðið að skella sér niður í Hörgárdal.

    Línuna vöfðum við utan um drangan sjálfan en þar var fyrir antík klifurlína.

    Vír eða keðja þarna utan um gæti orðið einhvern dagin.

    Einnig bættum við fyrsta akkerið eru þar nú 3 fleygar bundir saman á 8mm prússík.

    Tókum fleyg úr síðasta haftinu (rækjunni) settum nýjan bd lost arrow í staðinn.

    Eins og áður var sagt er millistannsin good stuff þannig að meira gerðum við ekki að þessu sinni.

    Kv.
    Maggi.

    #54341
    Siggi Tommi
    Participant

    Glæsilegt.
    Löngu tímabært að tiltekt færi þarna fram.

    Jökull var eitthvað að laga fleygana í spönnunum um árið og ég hreinsaði elstu slingana úr toppakkerinu í fyrrasumar en þessi lagfæring hjá ykkur var tímabær því millistansinn var tifandi tímasprengja og toppurinn kannski líka.
    Hvernig er það annars, er búið að færa millistansinn eitthvað til eða löppuðuð þið bara upp á hann á gamla staðnum? Grjótið var allt svo morkið þarna þegar ég skoðaði þetta einhvern tímann að maður sá t.d. ekki að hægt væri að bora í neitt til að gera þetta solid.
    En ef þið hafið náð að koma inn solid fleygum sem mjakast ekki úr í fyrstu frostum, þá er þetta gúdd stöff.

    #54342
    0105774039
    Member

    Splæstuð þið kannski sandsteinsfleygunum ykkar!? :)

    #54343
    0704685149
    Member

    Djöfull er ég feginn að vera búinn að fara þarna upp að sumri til.
    Ég ætla aldrei aftur að sumri.
    kv.
    Bassi

    #54344
    0801852789
    Member

    Millistannsin er held ég á sama stað en er samsettur úr 4 fleygum sem við skoðuðum og þeir virka alveg solid, þar er blár slingur sem er greinilega nýlegur ekkert veðraður, aðeins vinstra megin við aðalakkerið er svo annar fleygur sem einnig er alveg solid, og virkar sem backup fyrir þann sem tryggir.

    Stannsin sem við löguðum er sá sem er alveg í upphafi klifursinns þegar maður stendur á smá moldarhól og horfir niður í öxnadalinn þar var bara einn ryðgaður.

    Og nei sandsteinns fleygarnir hans Antons bíða betri tíma =)

    #54346

    Vel gert piltar.
    kv. Ági

    #54348
    Jokull
    Member

    Umræddann millistans með bláum sling setti ég upp sumarið 2008. Hann er aðeins ofar en gamli millistansinn og jafnframt aðeins skárri með áherslu á aðeins. Fleygarnir í honum eru ágætir í besta falli og sá efsti var orðin laus um síðustu helgi þegar ég átti þarna leið um.

    Eftir annsi margar uppferðir undanfarin ár er ég við það að komast að þeirri niðurstöðu að það borgi sig að klifra alveg á hryggjarbrúnininni þannig að maður sjái alltaf ofaní Öxnadalinn. Þar eru aðeins stærri hnullar af góðu bergi og minna af mosa, möl og hrauni.

    Annars þíðir víst lítið að tala um einhverja góða leið þarna upp, þetta er allt mis laust en ákaflega skemmtilegt og hressandi. NV hryggurinn sem var klifinn fyrir nokkrum árum síðan gæti reyndar verið príðis skemmtun að sumarlagi ef einhver er í leit að smá upplifun……

    Urð og grjót upp í mót
    Ekkert nema urð og grjót…….

    JB

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.