Nýjar leiðir í Pöstunum

Home Forums Umræður Klettaklifur Nýjar leiðir í Pöstunum

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46155
    1210853809
    Member

    Síðastliðinn sunnudag klifruðum undirritaður, Gulli, Manuela og Robbi í Pöstunum undir Eyjafjöllum. Það væri þó ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að við hreinsuðum, boltuðum og klifruðum tvær nýjar leiðir.

    Önnur leiðin liggur á horninu hægra megin (austan) við leiðina Vippan og hefur fengið nafnið Testósterón jóga. Erfiðleikinn er á bilinu 5.10a/b. Hin leiðin, Hornafræði alþýðunnar, er hægra megin (austan) við leiðina Sóley og er ca. 5.9.

    Upplýsingar um klifur í Pöstunum og leiðarvísi sem Jafet tók saman má finna hér. Athugið að Vippan, leið sem Kristín Martha boltaði í fyrra, er ekki merkt í leiðarvísinum en hún er á móti Heyvagninum á horninu.

    Jósef

    #57708
    Otto Ingi
    Participant

    Frábært að heyra.

    Ég klifraði leiðina Vippan um daginn og var að velta fyrir mér hvort það sé komin einhver gráða á hana?

    kv.
    Ottó Ingi

    #57709
    gulli
    Participant

    Við vorum nokkur sem klifruðum Vippuna í fyrra og mig minnir að 5.10c hafi þótt ásættanleg gráða.

    Annars má bæta því við frá Jósef að það á eftir að ganga frá akkerum í báðum leiðum. Einungis einn bolti er hvoru akkeri fyrir sig eins og er en það stendur til bóta.

    #57711
    0503664729
    Participant

    Glæsilegt.
    Gott að fá nýjar leiðir.

    Bendi þeim sem eiga eftir að munda borvélar í Pöstunum á að hafa Flóðalabba í huga og nefna leið honum til heiðurs.

    Draugurinn Flóðalabbi er það sem Pöstin eru frægust fyrir en þessi skrautbúna afturganga særekins sjómanns bjó í Pöstunum. Þar sat hann fyrir ferðalöngum en fyrr á öldum lá þjóðleiðin um brattan stíg í Össuaugum fyrir ofan klettana í Pöstunum. Á þeim tíma rann Markarfljót alveg upp að klettunum. Flóðalabbi var á endanum kveðinn niður “í rassi” en það er skoran sunnan við klettana þar sem bílum er nú lagt.
    Munum eftir Flóðalabba.

    JVS

    #57717
    Hrappur
    Member

    Hét leiðin sem merkt er sem “Svartleiðin”,hjá Jafet ekki Glasnost?

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.