Nýjar leiðir 2009-2010

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar leiðir 2009-2010

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47607
    2806763069
    Member

    Canada Dry.

    Fyrir ofan bæinn Fit undir Eyjafjöllum. Áberandi lína sem þekkist helst af því að miðja hennar sést ekki frá bænum. Og efsti hlutinn ekki þegar maður er kominn dáldið austur fyrir bæinn.

    5.gr. Er reyndar líklega ekki mikið brattari en þessar hefðbundnu Eyjafjallaleiðir en þegar ísinn er í fangið nánast allan tímann þá er það líklega 5.gr. Þó hann sér mjúkur.

    140m. 70 / 40 / 30.

    F.F. Arnar, Berglind og Ívar 2.jan 2010.

    #54980
    2506663659
    Participant

    Afi
    Línan hægra meiginn við hellin Paradísarheimt. Nokkuð greinileg lína sem er skorin í sundur af stórum stalli í miðjunni.
    5.gr. 120m 60/30/30
    F.F. 03.01.2010
    Guðjón Snær,Guðmundur Helgi,Viðar Helgason

    #54998
    Siggi Tommi
    Participant

    Tvær nýjar leiðir voru farnar syðst í Ólafsfjarðarmúla (Dalvíkurmegin) milli jóla og nýárs (28. des 2009 nánar tiltekið). Eru þær sitt hvoru megin við leiðina Hart í bak sem farin var jólin 2008.
    Aðkoma er frá flötum mel þar sem vegriðið inn að Ólafsfjarðargöngum byrjar. Gengið til austurs niður lítil gil niður í fjöru og þaðan áleiðis norður eftir grýttri fjörunni (10-15mín labb)

    Sægreifinn, WI5, 50m.
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Jökull Bergmann
    Vinstra megin við stóra fossinn ofan við fjöruna (50-100m sunnan við Hart í bak). Stífir fyrstu 20m en léttari 10m upp á stóra syllu. Val um nokkrar WI4-5 útfærslur (<10m) upp á brún
    Freyr Ingi og Gregory Facon ofanóðu svo aðeins stífara afbrigði vinstra megin við skerið sem klýfur fossinn upp.

    Landkrabbinn, WI4, 65m.
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Jökull Bergmann, Eiríkur Geir Ragnars
    Mjó þunn 10m buna í litlu horni leiðir upp í tvö WI3/4 höft upp á brún.
    Leiðin er staðsett nokkur hundruð metra norðan við Hart í bak og co og þarf að þræða framhjá tveimur klettanefjum sem gætu orðið vafasöm í háflóði.

    IMG_7897_linur_sm-20100105.jpg

    Gregory Facon ofanveður afbrigði (græn lína) af Sægreifanum, WI5 í Ólafsfjarðarmúla. Upprunalega leiðin er merkt með rauðri línu

    Fleiri myndir á http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuli28Desember2009#

    #54999
    0801852789
    Member

    Ég og Jón Heiðar skelltum okkur í stóra fossin rétt sunnan við “Hart í bak” í Ólafsfjarðarmúla veit einhver nafnið á fossinum, helvíti hressandi klifur.

    #55000
    2808714359
    Member

    hér er mynd af kvikindinu sem ég og Maggi klifruðum í dag. Þetta er án vafa erfiðasta klifur sem ég hef klifrað og mjög skemmtilegt.

    Okkur langar auðvitað að vita hvort einhver annar hafi verið búinn að klifra þetta áður eða hvort við eigum heiðurinn.

    kv.
    Jón H

    olafsfjardarmuli.jpg

    #55011
    Sissi
    Moderator

    Icesave (Ísbjörg), WI3, 205 metrar.

    Staðsetning:
    Austanverð Kjós (sjá neðar)

    FF(?):
    Sveinn Fr. Sveinsson (Sissi), Freyr Ingi Björnsson, Brynjúlfur Jónatansson.

    Lýsing leiðar:
    4 spannir: 50 metrar upp að gilinu / 55 m. /40 m. / 60 m. (íslaust að hluta).

    Mynd (var í einhverju veseni með að koma henni hérna inn)

    Aðkoma að leiðum í austanverðri Kjós
    Ekið eftir Þingvallavegi, beygt til norðurs inn á Kjósarskarðsveg (48), beygt til austurs við afleggjara að Hækingsdal, Hlíðarás og Klörustöðum. Beygt til hægri, yfir litla brú (lokað með stöng sem er ólæst, munið að loka henni aftur), að sumarbústöðunum (þar er gengið að Ásláki), áfram ógreinilegan slóða með hlíðinni þar til komið er að mjög þröngu og löngu gili með greinilegri íslínu, Icesave. Hlíðin heitir Grenihlíð og gilið hugsanlega Ketilsskora. Ef ekið er áfram er komið að Hrynjanda.

    Nánari lýsing
    Þægilegt klifur, hentug leið til að sýna byrjendum réttu handtökin eða stíga fyrstu spor í fjölspannaklifri, létt brölt með 3 gr. höftum inn á milli. Fyrstu 3 spannirnar eru mestmegnis í ís en þar sem gilið er þröngt er þunnt á köflum og hægt að notast við mosa og berg af og til. Fjórða spönn hófst á íshafti, síðan brölt upp íslausan kafla og smá ís upp á brún.

    Leiðin var frumfarin nokkrum mínútum eftir að forseti Íslands neitaði að skrifa undir Icesave lögin hin síðari og þótti nafnið því við hæfi.

    Niðurleið
    Gengum niður norðan við leiðina, það er líklega hentugast. Skemmtileg ævintýraleið, flottur karakter og umhverfi.

    Kveðja,
    Sissi, Freysi og Billi

    #55016
    2806763069
    Member

    Beikon og egg.

    Svínafell Öræfasveit. Línan til vinstri rétt vinstramegin við UMFÖ skóræktarreitinn.

    Heildar klifur – 220 til 230m 5.gr.

    F.f. 6.janúar 2010, Einar Rúnar Sigurðsson & Ívar F. Finnbogason.

    1. Spönn 4.gr 40m
    2. Spönn 5.gr. 20m
    3. Spönn 3./4. gr. 40m
    4. Spönn 4. gr. 45m
    5. Spönn 4+./5. gr 50m
    6. Spönn 4./4+.gr 10-15m
    6b. Spönn 2.gr 50m
    7. Spönn 5.gr. 10-15m

    Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 200 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Frá lundinum er gengið að ská til vinstri upp hlíðina, þar til maður kemur upp nokkuð þröngt gil. (Maður gengur fram hjá einni ísleið á leiðinn þangað). Tvær flottar leiðir byrja upp úr þessu gili, og okkar leið er vinstri leiðin.

    Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.

    http://picasaweb.google.co.uk/ivarfinn/Veturinn0910#5424470164858962962

    Kv. Ívar og Einar.

    #55018
    2308862109
    Participant

    Egg og beikon.

    Svínafell Öræfasveit. Um 400m SA við Beikon og egg, Línan sem nær lengst niður.

    Heildar klifur – 235m WI4+

    F.f. 6.janúar 2010, Halldór Albertsson og Haukur Elvar Hafsteinsson

    1. Spönn 4+.gr 60m
    2. Spönn 3.gr 10m
    3. Spönn 4+.gr 55m
    4. Spönn 2.gr 80m
    5. Spönn 4.gr 20m
    6. Spönn 4+.gr 10m

    Til að ganga að leiðinni er best að leggja bílnum við gönguhlið sem ca 200 metrum austan við pípuhliðið á austari afleggjaranum að Svínafelli. Við gönguhliðið byrjar nokkuð áberandi göngustígur sem liggur í átt að Virkisjökli. Eftir ca 600 – 700 metra beygir maður til vinstri inn á þrengri stíg sem liggur upp í lerki og grenilund sem plantaður var af UMFÖ. Þaðan er þröngur stígur sem liggur langleiðina í gegnum skógræktina og upp að leiðinni. um 15min labb frá bíl

    Gengum niður eftir Svínafellinu og komum niður yfir Flosalaug.
    http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#5424418178034270162

    Shrek er líka fólk.

    Hnappavöllum Öræfasveit. Leiðin vinstra megin við ísklifrarar eru líka fólk.

    FF. 7.Janúar 2010, Halldór Albertsson, Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Elvar Hafsteinsson og Ívar Finnbogason

    Lengd. um 15m WI4+ Við endurskoðuðum gráðuna vegna hversu stutt leiðin er en endar verulega brött.

    http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#5424431957299635890

    Hundafoss.

    Skaftafelli Öræfasveit. Fossin fyrir neðan Svartafoss.

    FF. 7.Janúar 2010, Haukur Elvar Hafsteinsson, Ívar Finnbogason og Halldór Albertsson

    Lengd. 25m WI4

    http://picasaweb.google.com/halldor86/RoadTripIOrFin#5424435701099050050

    #55022
    Siggi Tommi
    Participant

    Tvær nýjar leiðir voru farnar í Kaldakinn þann 9. janúar 2010.
    Eru þær báðar í háu klettunum nálægt sjónum, við hliðina á Drambi.

    Reiði, WI5, 90m
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Guðjón Snær Steindórsson, 9. jan 2010
    Leiðin er næsta leið vinstra megin við Dramb (WI5).
    Byrjar á stuttu léttu slabbi en svo taka við stífir 20m af samfellt bröttum ís. Síðustu 20m upp á snjósylluna eru WI4 eða svo og spönnin samtals um 55m.
    Seinni spönnin er um 35m af WI4+/5-.

    Leti, WI5-, 85m
    FF: Páll Sveinsson og Viðar Helgason, 9, jan 2010
    Bratt breitt kerti fyrstu 20m en síðan slaknar á brattanum upp að snjósyllunni, samtals um 50m spönn. Efri spönnin er 35m og heldur léttari en sú neðri en þó vel stíf.

    http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OlafsfjarArmuliOgKaldakinn#5425588235097358114

    Hvort tveggja fantaleiðir sem líklega eru ekki í aðstæðum á hverjum degi.

    Þar með hafa allar leiðirnar í þessum sektor verið farnar nema hrikalega flotti dildóinn lengst til hægri. Einhver spenntur?
    Þarf að henda 4-5 boltum í þetta og þá er málið dautt…

    #55037
    0304724629
    Member

    Við erum búnir að vera nokkuð duglegir hér vestra og nýttum frostakaflann vel. Reyndum í þriðja sinn við leið í fjallinu Kaldbak í Önundarfirði (ekki það sama og hæsta fjall Vestfjarða í Dýrafirði) en ég guggnaði…. Sjálfsagt spilaði inn í að við vorum 2,5 tíma að vaða snjóinn allt upp í mitti alla leið. Fossinn leit vel út frá vegi en var svo bara hrúga af postulíni sem molnaði við minnsta högg eða alveg holur að innan. Fyrsta spönnin er fullir 60 metrar og allt í fangið og svo er mikill ís fyrir ofan sem við höfum bara séð neðan frá. Sjálfsagt töluvert auðveldara en flott.

    Nokkrar myndir hér: http://www.facebook.com/Borea.Adventures

    Reynum aftur fljótlega.

    #55273
    Skabbi
    Participant

    Fínt að dusta rykið af þessum þræði eftir festival helgina. Um að gera fyrir stráka og stelpur sem frumfóru nýjar leiðir að skrá þær sem fyrst áður en það snjóar mikið yfir minningarnar.

    Skabbi – alveg laus við skráningarskyldu

    #55275
    0111823999
    Member

    Ég var sett í það að skrá nýjar leiðir sem klifraðar voru á Festivalinu, hérna kemur listinn en myndir og nánari lýsingar koma vonandi fyrr en seinna =

    Föstudagur 26/2

    Fjaðrárgljúfur/Mögá (það á eftir að finna nákvæma staðsetningu á svæðinu, er við veginn að Laka)
    Fyrsta leiðin WI4 30 metrar – Dóri, Ásgeir og Helga María
    Pönk WI5 25 metrar – Dóri, Ásgeir og Helga María
    Trappfossen WI4 35 metrar – Dóri og Ásgeir

    Hörgsárgljúfur
    Tunglskin WI4 30 metrar – Freyr og Rúnar Óli
    Gamli Gráni WI4 50 metrar – Ágúst Þór og James McEwan

    Laugardagur 27/2

    Morsárdalur
    Handan við hornið (Just around the corner) WI4 100 metrar Ágúst Þór og James
    Frumskógarhlaup (Junglerun) WI3 250 metrar Ágúst Þór og James

    Rótarfjallsgljúfur
    Rótarinn WI5 120 metrar Freyr Ingi og Rúnar Óli
    Dansgólfið WI5 110 metrar Dóri og Ásgeir

    Sunnudagur 28/2
    Morsárdalur
    Bara stelpur WI3 100 metrar Helga María og Katrín
    Þrír plús- If Ági is not lying WI3+ 50 metrar – Siggi, Jón Yngvi og James

    #55276
    0111823999
    Member

    Upphitun fyrir Festivalið.
    Austurbakki Hvítárgljúfurs, um það bil 1km neðan við Gullfoss
    Klifrarar – Ásgeir, Dóri og Freyr

    Hvítagull WI4 50 metrar
    Rass í skoru WI4 20 metrar
    Svingersklöbb WI3 25 metrar

    #55336
    Freyr Ingi
    Participant

    Grjóthríð, WI3, 100 metrar
    Einar Rúnar Sigurðsson, Haukur Ingi Einarsson og Óskar Arason klifruðum 27. febrúar

    Í Svínafelli, í hlíðinni á ská austur frá sundlauginni, vestan við Myrkahöfðingjann. Leiðirnar eru í raun beint upp af bænum Víðihlíð. Þetta er línan í miðjunni af 3 línum sem koma þarna niður og virðist vera lengsta línan. Það er styttri 3 gráðu leið falin s.s. 100 metrum vinstra megin, og álíka löng leið með brattari byrjun 50 metrum hægra megin við Grjóthríðina. Nafnið kemur til af óskemmtilegri lífsreynslu, því við fengum grjót allt í kringum okkur þegar við vorum hálfnaðir upp leiðina. Sem betur fer meiddist enginn. Þegar sólin fer að skína á lóðrétta klettavegginn fyrir ofan þessar leiðir þá fer allt sem losnar þar uppi niður þessar trektar, svo það er ástæða til að vara við að klifra þessar leiðir ef heit sól á eftir að byrja að skína þegar líður á daginn.

    Svartafoss Hásætið, WI4, 15 metrar
    . Einar og Óskar klifruðu hana.
    Bratt kerti alveg lengst til vinstri í hvelfingunni við Svartfoss í Skaftafelli. Mjög stutt leið, en þar sem hún er vel í fangið þá held ég að ég gráði 4 gráðu.
    Ég gat lamið niður 2 spectrum í mosann, og sett eina ísskrúfu í smá ísklump til að tryggja Óskar upp.

    Moving Heart, WI3, 15 metrar
    28. febrúar þá klifraði Einar Rúnar Sigurðsson, Craig og Kelly Perkins, Leiðina . Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís. Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

    The Hernicator, WI3
    Eftir moving heart fórum við upp að Svartafossi og Einar og Craig klifruðu þar aðra leið . Ég braust smá spöl upp í gegnum hríslurnar og tryggði Craig upp í birkitré aðeins fyrir ofan leiðina. Skrautleg hjón, hún var með gervihjarta, og hann með brjósklos. Stóðu sig nú samt bara vel.

    #55373
    Freyr Ingi
    Participant

    Bekri – 180 metrar, WI 4, M4/5

    Leiðin er í Hrútadal í Esju og um klukkustundar gangur er upp að henni frá Eyrarfjallsvegi (460) í Miðdal.

    Leiðin var klifin í fjórum spönnum.

    #1 55 metrar, M4/5. Byrjað á klettum en endað á þunnum ís undir bröttu íshafti.
    #2 50 metrar, WI 4. 20 metra íshaft og snjóklifur þar fyrir ofan.
    #3 50 metrar, Snjóklifur með WI 3 hafti.
    #4 25 metrar, snjóklifur sem endaði á hengjuklifri.

    FF: Freyr Ingi Björnsson, Halldór Albertsson

    Sverðfiskur – 40 metrar, WI 5

    Leiðin er í miðju Teitsgili við Húsafell.
    Byrjunin var upp brattan kafla upp í lítinn helli og þaðan upp kerti undir höfuðveggnum. Þaðan var hliðrað til vinstri yfir að skoru milli kertis og veggs. Þar var um afar áhugaverða ísmyndun að ræða en kertið virtist ekki fastara en svo að meginhluti þess sprakk þegar klifrað var á því. Uppi á sprungnu kertinu tók við stuttur íslaus kafli sem leiddi svo upp í fúinn eldri ís og regnhlíf sem þurfti að hliðra framhjá.

    FF: Halldór Albertsson, Freyr Ingi Björnsson, Björgvin Hilmarsson

    Snæhéri – 35 metrar, WI 4+
    Leiðin er næst innsta leiðin í Teitsgili sé horft inn það.
    Leiðin liggur framan á ísfláa en fer um miðbikið inn í skoru sem myndaðist í ísnum. Efstu 10 metrarnir voru illa fastir við vegginn með og gefa + gráðuna.

    FF: Freyr Ingi Björnsson, Björgvin Hilmarsson, Halldór Albertsson

Viewing 15 posts - 1 through 15 (of 15 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.