Nýjar Ísleiðir 2012-2013

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Nýjar Ísleiðir 2012-2013

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47551
    Skabbi
    Participant

    Veturinn er kominn á fullt skrið og ekki seinna að vænna að starta þessum þræði.

    Nafn: Kári í Jötunmóð

    450 metra hækkun, WI 2-5

    FF: Skabbi og Sissi (neðsta spönn Jeremy Park)

    Staðsetning: Haukadal, beint ofan við bæinn Jöfra

    Lýsing: Leiðin fylgir lækjargili sem opnast skammt fyrir ofan Jöfra og endar uppi á fjallsbrún. Fyrst haftið er uþb 30m 4. gráðu spönn. Síðan tekur við langt brölt af 2. gráðu klifri og nokkrum stuttum 3. gráðu höftum upp að meginfossinum. Efst í gilinu er myndarleg hvelfing með tveimur áberandi línum, þessi leið er sú vinstra megin. Hér er hægt að klifra upp úr gilinu (3+) eða fylgja leiðinni upp á brún. Meginnfossinn hefst á 40 metrum af bröttu klifri (5) sem endar á þokkalegri syllu. Þaðan eru svo 60 metrar af stuttum en bröttum höftum (3+) upp á brún. Á brúninni er hægt að ganga til austurs út fyrir hvelfinguna og niður hlíðina.

    Leiðin er skráð með hefðbundnum fyrirvörum.

    [attachment=486]Haukad3.JPG[/attachment]
    Fyrsta spönn

    [attachment=485]Haukad.JPG[/attachment]
    Meginfossinn

    skabbi

    #57955

    Endurpósta hér leiðinni sem við Bergur fórum, svo hún sé inni í þessum þræði.


    Nafn leiðar: Rjúpan eina.
    FF: Bergur Einarsson og Ragnar Heiðar Þrastarson 11. nóv. 2012.
    Aðkoma: Ekið norður Kjalveg um 700 m framhjá afleggjara að Skálpanesi. Hvilftin blasir þar við á
    hægri hönd. Leiðin liggur upp gilið lengst til vinstri í hvilftinni af þeim þremur mest áberandi sem þar
    er að finna.

    Ein spönn – 25 m – WI3

    Myndir hér.


    kveðjur
    Raggi

    #58025
    0909862369
    Member

    Nafn: Vindmyllan WI 3+/4-

    Tvær spannir, um 100m
    Frumfarin 1. desember: Sævar Logi Ólafsson, Einar Bjarnason og Egill Halldór Gunnarsson

    Áberandi lína Norðaustan í Vörðufelli í Biskupstungum fyrir ofan sumarbústaðina í landi Iðu. Gilið heitir líklega Gunnugil og aðkoman þægileg. Um 10 mínútna ganga frá sumarbústöðunum.

    Fyrri spönn, ca 55-60m
    Byrjuðum fyrir neðan neðsta haftið sem var 5-6m 3 gráða, síðan tók við 2 gráðu tenging yfir í aðal haftið sem var 10-15m 3+/4-.

    Seinni spönn ca 40-45m
    Byrjaði á góðu hafti sem var örlítið kertað og hressandi 3+/4- Síðan tók við þægileg þriðja gráða upp 1-2 góð höft í viðbót.

    Sigum efri spönnina á V-þræðingu, en mjög auðvelt er að komast úr fossinum milli hafta og ganga niður.

    Nokkrar myndir

    #58026
    2806763069
    Member

    Sissi og Skabbi – til hamingju með það sem líklega er 2.uppferð af Mikki Refur. FF. Ívar + Einar Ís * (held að einhver einn hafi verið með í viðbót).

    Hardcore var reyndar aldrei viss nema að Mikki Refur hafi verið 2. uppferð af leið sem Arnar og Rafn Emilssynir fóru nokkru áður og hét eitthvað í áttina að Muscle Power Flower Flex – þeir kannski segja okkur til um það.

    Sorry – flott effort en auðvitað var Hardcore löngu búinn að þessu!

    Kv. Hardcore!

    #58027
    Sissi
    Moderator

    Mér skilst eftir meira spjall við Ívar að hann sé að tala um hægri línuna, spurning hvort einhver var búinn með vinstri (sem við Skabbi fórum)

    #58028
    0311783479
    Member

    Það er eitthvað svo jólalegt við að fá Hardcore aftur til leiks.

    Vertu velkominn og komdu sem oftast!

    kveðja úr þýzkumælandi púðri
    HG

    #58058
    Gummi St
    Participant

    Fór í dag, þorláksmessu í Kotárgil í Norðurárdal sem er Skagafjarðarmegin við Öxnadalsheiðina og klifraði eina 25m fína WI-4+ leið innarlega með Jóni (norðan) Heiðari sem kom frá Akureyri. Kölluðum leiðina Kertið í kotinu og má sjá myndir á http://climbing.is/svaedi/Kotargil

    Bestu jólakveðjur,
    Gummi st.

    #58098
    Siggi Tommi
    Participant

    Í norðan bálinu um jólin enduðum við Berlind og Arnar Emils ofan Kjarnaskógar í hressu klifri.
    Eftir góðan dag í ofanvaði var ákveðið að meitla fjóra bolta í stykkið enda prýðileg skemmtun.
    Þennan dag var leiðin líklega um M7 (mv. Tvíbbagil sem baseline) en varierar líklega frá hreinni WI4/5 ísleið í buffaðstæðum (þegar kertið nær niður) upp í M7+ eða M8 í þunnum þrettánda.
    Krúxhreyfingin aðeins erfiðari t.d. en allt í Ólympíska félaginu en þar sem þetta brattasta er ekki nema nokkrar hreyfingar, þá eru pumpuáhrifin mun minni.
    Þar sem nokkuð stór skafl var undir leiðinni var vont að meta hversu löng leiðin er án snævar svo fyrsti boltinn er bara í 2m hæð akkúrat núna. Hann nýtist þó vonandi þeim mun betur í þynnri aðstæðum. Við gátum okkur þess til að leiðin væri 1-2m lengri í snjóleysi.

    Nafn: Kaldi, 10-12m, M7 (við FF en allt frá WI4/5 upp í M7+/8 eftir ísmagni líkl.)
    FF: Arnar Emilsson, Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, 31. des 2012.
    Staðsetning: syðst í klettunum ofan Kjarnaskógar við Akureyri, ofan göngustígs yfir að Hvammi. Best er að leggja á efra bílastæðunu (hjá sólúrinu), ganga uppeftir og fylgja aðal stígnum til suðurs (fyrst aðeins upp). Síðan er skilti merkt Hvammi út af stígnum og þeim stíg fylgt ca. 200m og þar blasir ísþilið við ofan við skógarjaðarinn.

    Nokkrar slakar myndir á:
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/AkureyriJol2012?noredirect=1

    Og svo þessi flotta mynd í boði Arnars og Berglindar.
    [attachment=520]Kaldi_M7_Kjarnaskogi.jpg[/attachment]
    Berglind er þarna búin að klippa í fyrstu tvo boltana undir slúttinu og komin út á kertið, þriðji boltinn er rétt við hjálminn og sá fjórði sést með dinglandi tvisti aðeins ofar)

    Vitum ekki hvernig þetta er ofan þaksins í ísleysi en þar sem lykilgripið ofan þaksins er lítil solid sprunga, þá kemst maður amk þangað án klaka. Kertið spilaði svo lykilhlutverk í að leysa hreyfingarnar upp úr þakinu svo þær gætu orðið ansi hressar í ísleysi, því það eru þunnar lappir á veggnum undir þakinu. Afar hressandi allt saman. :)

    PS það er eitthvað á reiki hvort bolta megin í þessum klettum en þar sem þetta er kyrfilega utan alfaraleiðar og ólíklega í miklu varplandi fugla, þá ákváðum við að taka okkur bessaleyfi og bolta þetta öngvu að síður. Vonum að þetta nýtist norðanmönnum og öðrum sem best svo það reynist ómaksins vert…

    PPS það var eitthvað búið að brölta á þessu svæði síðustu ár (Jón Heiðar og Höddi amk.) svo það má vel vera að þetta sé ekki FF en það verður bara að hafa það ef svo er (þeir claima leiðina ef áður farin). Við eigum þó alla vega fyrsta mix-FFið og heiðurinn (skömmina?) af boltuninni í versta falli… :)

    #58200
    2109803509
    Member

    15. febrúar 2013. Garðshvilft – Dýrafirði.

    A.
    Nafn: Bleikt og blátt. WI5. 55m+
    FF: Berglind Aðalsteinsdóttir, Rúnar Óli Karlsson, Sigurður Tómas Þórisson.
    Nánar: Vinstri línan sem merkt á myndina að neðan. Enduðum einhvers staðar í miðju ísflæminu þar sem ísinn var farinn að verða hvítur og morkinn en þá var farið að draga úr brattanum. Hægt að klifra lengra ef betri ís.

    B.
    Nafn: Vindlar Faraós. WI5. 60m+
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, Rúnar Óli Karlsson.
    Nánar: Hægri línan sem merkt á myndina að neðan. Það var nánast hægt að faðma neðra kertið (vindilinn), ekki var það feitt þennan dag.

    [attachment=533]IMG_2222.merknet.jpg[/attachment]

    16. febrúar 2013. Eyrardalur – Dýrafirði.

    A.
    Nafn: Bleiki pardusinn. WI5. 30m
    FF: Arnar Þór Emilsson, Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir.
    Nánar: Tveir áberandi ísfossar fyrir u.þ.b. miðjum Eyrardal sem enda uppi í miðju klettabelti. Þetta er vinstri leiðin.

    B.
    Nafn: Blái Lótusinn. WI5-. 50m
    FF: Sigurður Tómas Þórisson, Berglind Aðalsteinsdóttir, Arnar Þór Emilsson.
    Nánar: Tveir áberandi ísfossar fyrir u.þ.b. miðjum Eyrardal sem enda uppi í miðju klettabelti. Þetta er hægri leiðin.

    [attachment=534]IMG_2287.merknet.jpg[/attachment]

    #58262
    Otto Ingi
    Participant

    24. mars 2013. Merkurker – á leiðinni inn í þórsmörk

    Nafn: Manía WI4. ca. 70 m
    FF: Daníel Guðmundsson og Ottó Ingi Þórisson
    Nánar: keyrt áleiðis inn í þórsmörk að fyrstu ánni/læknum (Sauðá) sem þarf að keyra yfir. Þar er hægt að keyra slóða upp með ánni smá spöl austan megin við hana. Gengið er greinilegan göngustíg í ca. 10 mín yfir hrygg og svo áfram inn gilið ca. 20 mín. Við blasir ísfoss beint að augum inn í gilinu fórum lænuna sem er lengst til vinstri.
    Byrjar á þægilegri 20 metra 3-4 gráðu spönn. Svo tók við skjál með rísa fríhangandi drjóla, fullt af regnhlífum og grílukertum. 20-30 metrar 4-5 gráða, fer líklegast eftir aðstæðum. Endar á 20-30 metrum af 3-4 gráðu ís.

    [attachment=543]2013-03-2415.48.43.jpg[/attachment]
    Leiðin í heild sinni

    [attachment=541]483367_10200525475595338_1392760607_n.jpg[/attachment]
    Fyrsta og önnur spönn

    [attachment=542]579174_10200525476035349_152409643_n.jpg[/attachment]
    Önnur spönn

    #58264
    0801667969
    Member

    Svæðið þarna inn af Stóru-Mörk býður upp á margar ísleiðir en mjög lítið hefur verið klifrað þarna. Ef horft er á fyrstu myndina leynist margt forvitnilegt. Til vinstri sést Burstin svonefnda. Hár burstalaga klettur. Brúnin uppi er rennislétt og þarna æða menn á harðahlaupum eftir saufé í smalamennskum. Féð rennur svo niður einstigi niður Burstina.

    Til hægri við gilið sjást Innhamrar eða Sauðhamrar. Neðst á myndinni sést Sauðáin koma út úr þröngu gili. Þetta gil liggur í boga, þó illa sjáist það á myndinni. Sé ánni fylgt þarna inn gilið enda menn inni í Merkurkerinu hinum megin. Þarna inni er sérstaklega gaman í miklum vatnavöxtum. Snemma á 20 öldinni stökk maður yfir gilið þar sem það er dýpst (tugir metra). Þetta var Júlli (Júlíus Einarsson) frændi minn frá Stóru-Mörk (nánar tiltekið bróðir langafa).

    Hann var þarna í smalamennsku og staddur ofan við gilið. Sá hann fé vera að sleppa sem auðvitað gengur ekki. Brúnin á gilinu er ávöl og sendin klöpp og erfitt að fóta sig á henni. Þetta er því kannski ekki fyrir hvern sem er. En í smalamennsku þá rennur oft á menn æði sem hjálpar stundum til. Maður fær aukaorku og kjark. Þetta á hins vegar ekkert skylt við ölæði.

    Kv. Árni Alf.

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.