Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Ný leið í Munkanum
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
10. August, 2009 at 11:42 #47180Siggi TommiParticipant
Daginn góðir hálsar
Það er mér mikil ánægja að tilkynna að undirritaður ásamt Eiríki Geir Ragnars (aka. das Zwilling) hreinsaði og boltaði nýja leið í Munkanum í síðustu viku.
Leiðin er upp áberandi rennu lengst til vinstri í aðalveggnum, ca. 10m vestan við Talíu og co. og er búin 5 boltum auk eins bolta akkeri, sem hægt er að teygja sig í til að hreinsa tvistana úr (eins og með flestar leiðir í Munkanum).
Stykkið hefur vinnuheitið Englaryk þar til annað kemur í ljós og er cirkabát gráða hennar 5.9-ish. Geymum formlega gráðu þar til fleiri hafa prílað djásnið og kommnentað.
Ágætis viðbót við annars mjög svo góða flóru í Munkanum.Rétt er að geta þess að þessi hluti klettanna er aðeins lausari í sér en hinir og því alveg möguleiki að eitthvað detti þarna niður (fyrir utan fólkið sem e.t.v. dettur á krúxinu og því mælst til þess að tryggjarinn standi ekki beint undir þeim sem klifrar. Þetta sama á við um fleiri leiðir þarna, s.s. Undir brúnni, sem er með lausar flögur á kafla og smásteina uppi á brún.
Hér er einkar döpur mynd sem ég tók af leiðinni. Gefur vonandi sæmilega mynd af þessu til fróðleiks.
[img]http://isalp.is/media/kunena/attachments/legacy/images/DSC00072_sm.JPG[/img]
11. August, 2009 at 10:34 #543961902834109MemberFlott framtak, hlakka til að smakka á þessu við næstu heimsókn norður.
Skoðaðir þú eitthvað betur klettana undir brúnni sunnan megin um helgina?
11. August, 2009 at 12:54 #54398Siggi TommiParticipantJá, var í nokkra tíma að moka mosa og mykju úr Fýlupúka, leiðinni sunnan við brú.
Skoðaði ágætlega vel dótið undir brúarstöplinum en náði ekki að prófa það neitt. Þarf að setja vinnuakkeri undir brúna til að geta sigið almennilega í það til að smakka á því með klifri. Gafst ekki tími í það eftir að ákveðið var að mixa nýju leiðina. Kemst vonandi í að gera meira í þessu í næsta túr.11. August, 2009 at 14:58 #54399SkabbiParticipantSnillingur!
11. August, 2009 at 18:04 #54401SissiModeratorÉg er sammála Slugger, nei Skabba meina ég.
11. August, 2009 at 18:24 #54402eragnarsMemberMjög góð leið fyir byrjendur mæli með henni,heheheheheh
16. August, 2009 at 17:15 #544201206882519MemberSkemmtileg leið! 5.9 hljómar vel fyrir hana. Misstum einn eða tvo steina úr henni, svo að það er greinilega eitthvað laust þarna.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.