Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ný leið í Eilífsdal, Ópið
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
8. March, 2009 at 21:18 #47359Siggi TommiParticipant
Fórum þrír hressir (ég, Robbi og Guðjón Snær) í Eilífsdal í ískulda og mannaskítsveðri og fórum þar nýja leið hægra megin við Þilið. Hafa einhverjir horft til hennar hýru auga í gegnum árin en ekki er vitað til að hún hafi verið reynd áður.
Fékk hún heitið Ópið og gráðast WI5+/6, M5 ca. 95m.Ég beilaði á leiðslu seinni spannarinnar eftir að hafa komið öxinni í dingludanglið. Þar sem næsta brúklega trygging var ca. 5m til hliðar við mig og fáránleikinn í hreyfingunni yfir í kerti’ með eindæmum bugaðist mitt meyra hjarta og ég bakkaði niður. Var með ömurlega grjóttryggingu fyrir framan mig en hún hefði ekki haldið blautum skít í poka svo ég bakkaði niður í skrúfuna og seig niður (tryggingin poppaði svo út um leið og línan strekktist á henni).
Róbert, sem þekktur er fyrir að hafa enga skynjan á virði lífs síns og lima spreytti sig svo í kjölfarið og tókst af mikilli snilli að jóðla sér upp á topp í eins hvössu veðri og við höfðum nokkurn tímann lent í í ísklifri.
Við Guðjón eltum svo upp án stórvandræða þó þetta hafi verið megafunky, ógeðslega pumpandi og með freðna fokkíngs putta.
Síðustu hreyfingarnar upp á brún voru steiktar og fjúkið svo mikið að ég klifraði síðustu 5 hreyfingarnar með lokuð augun. Geri aðrir betur…Sjá nokkrar myndir á:
http://isalp.is/route.php?op=p&t=1#g1
Annars kemur meira hresst efni á Picasa síðuna mína í vikunni.8. March, 2009 at 21:36 #538810112873529MemberTil hamingju með þetta strákar massa flott leið. En það voru fleyri sem fóru í Eilífsdalinn í dag ég Doddi og Örvar. Firsta planið vara að fara inn í Brinjudal og klifra Ýring en var hann ansi íslaus þannig að við brunuðum inn í Eilífsdal þar sem ís var pottþétt að finna. Tríó varð fyrir valinu og var það í ágætis kertuðum aðstæðum. Semsagt tær snild : )
Kv Danni
8. March, 2009 at 21:45 #53882SissiModeratorGeðveikt, til hamingju. Fannst reyndar ólíklegt að menn hefðu skellt sér í Humarveisluna miðað við að stormkúfurinn yfir Esjunni var svo ógurlegur í morgun að lítil börn fóru að grenja.
Fannst ykkur þetta of létt til að fara í góðu veðri eða?
Hardcore stöff.
SF
8. March, 2009 at 22:04 #538832303842159Memberúff
næss
crazykv
Haukur8. March, 2009 at 22:37 #538840801667969MemberSæmilega gert. Hefði reyndar sjálfur gert þetta aðeins öðruvísi. T.d. ekki sneitt svona mikið framhjá kertinu. Hefði klifrað það allt. Þetta kemur allt með æfingunni strákar.
Kv. Árni Alf.
8. March, 2009 at 22:47 #53885AnonymousInactiveSælir og til hamingju með leiðina strákar. Er ég að verða of soft eða var Palli eitthvað með í ráðum þegar leiðin fékk gráðu??? Mér sýnist þetta á myndum vera solid 6-a ef ekki meira!!!
Olli9. March, 2009 at 08:40 #538862806763069MemberFlottir!
Ólíklegt að ópin ykkar hafi heyrst langt í rokinu í gær!
kv.
Softarinn9. March, 2009 at 08:54 #53887Páll SveinssonParticipantFlottir!
kv.
Palli9. March, 2009 at 10:58 #53888Stefán ÖrnParticipantGlæsilegt piltar.
Hlakka til að sjá fleiri myndir.
Hils,,
Steppo9. March, 2009 at 12:50 #53889Freyr IngiParticipantNohh!
Það er bara svona.
Fleiri myndir óskast af þessum stórverkefni.
Kv,
Freysi
9. March, 2009 at 13:19 #53890ABParticipantMyndir, myndir, myndir, plííís.
Þetta er svakalega fullorðins!
Kveðja,
AB
9. March, 2009 at 20:06 #538912308862109ParticipantSvaðalega töff leið.
RespeactDóri
10. March, 2009 at 12:12 #538920311783479MemberFlott leid kappar!
H
10. March, 2009 at 19:49 #53893Björgvin HilmarssonParticipantHahaha… “Róbert, sem þekktur er fyrir að hafa enga skynjan á virði lífs síns og lima spreytti sig svo…” Robbi kallar ekki allt ömmu sína í þessum efnum, það er ljóst. En þið eru allir snillingar, vel af sér vikið. Gaman að fá svona harðkjarnaleið í flóruna.
Þumlar upp!!
10. March, 2009 at 22:56 #53894Siggi TommiParticipantJæja, hættið að ýta á F5 krakkar því biðin er á enda.
http://picasaweb.google.com/hraundrangi/OpiIEilifsdal#67 myndir af æði misjöfnum gæðum en stemning í þeim öllum og textarnir vonandi sæmilega hressir.
Verðið að lifa við það að ansi margar þeirra eru keimlíkar en það var bara allt of erfitt að velja úr þeim rúmlega 200 sem voru teknar þennan daginn.
10. March, 2009 at 23:20 #53895SkabbiParticipantHæ
Vá!
Ska
10. March, 2009 at 23:34 #538961704893069MemberÞetta er rosalegt!! Massa flott leið! Til hamingju
11. March, 2009 at 08:42 #53897Páll SveinssonParticipantÞetta gerist nú ekki meira 2007 en þetta.
Hrikalega flott klifur.
kv.
Palli11. March, 2009 at 09:14 #53898gulliParticipantSjííííís, þessar myndir eru of flottar! Glæsilegt!!!!!
Kveðja,
Gulli11. March, 2009 at 09:18 #53899SmáriParticipantÞetta er svakaleg leið strákar! Til hamingju með Ópið
Smári
12. March, 2009 at 00:50 #539000112873529MemberSuddalega flottar myndir og leiðin er bara mögnuð.
Danni
12. March, 2009 at 15:23 #539012806763069MemberTvær litlar athugasemdir við leiðarvísinn sem þú gerðir.
Það sem þú kallar directinn af Einfara hefur gengið undir nafninu Tvífarinn og er alveg örugglega 4.gr og jafnvel nokkuð stíf fjórða (ég datt meira að segja í henni þegar ég var lítill). Er reyndar ekki með neitt á prennti þessu til staðfestingar en svona var alltaf talað um leiðina, back in the days!
Þið eruð helvíti sterkir en mér finnst samt alveg borderline að setja bara WI 5 á Þilið. Leiðin hlýtur amk að vera 5+ jafnvel þó að maður sé að tala í P-gráðum.
Annars suddalega flott hjá ykkur, eins og svo oft áður!
Kv.
Softarinn, meirari og meirari með hverjum deginum!12. March, 2009 at 21:00 #53902AnonymousInactiveÞetta er rétt hjá þér Ívar. Leiðin Tvífarinn er hægra megin í stálinu þegar maður kemur upp í Einfarann. Hún var frumfarin af mér og Magnúsi Gunnarssyni á árunum 1991-1992. Einfarinn er lang oftast farinn beint upp(eða leiðin til hægri í Y sem var á myndinni). Að fara vinstra megin er ekki oft gert þó maður hafi heyrt um það. Það er ein leið sem vantar þarna, það er leiðin á Eilífstind sem farinn var fyrir margt löngu af Palla, Hallgrími og ?? Palli getur sagt betur frá þeirri reynslu sem var víst svolítið krassandi ef mig minnir rétt.
13. March, 2009 at 09:30 #53903SkabbiParticipantHæ
Þetta er athyglisvert, ég hef lengi brotið heilann um það hvar þessi svokallaði “Tvífari” væri niður kominn. Nú veit ég að það sem ég hélt að væri Einfarinn er í raun og veru Tvífarinn, magnað!
Jólaklifur Ísalp 2007 hefur þá verið í tvær útgáfur af Tvífaranum, enda skiptist þessi efsta ísspönn í tvö algerlega aðskilin þil þann daginn. Þau voru svosem engar 3. gráður heldur. Reyndar hefði heitið “Eplatréð” verið nær lagi þennan hrollkalda desemberdag, enda dingluðu menn af hverri grein eins og ofþroskaðir ávextir.
Merkilegt þykir mér líka að Ívar telur Þilið vangráðað. Ég stóð í þeirri meiningu að Þilið væri benchmark fimma, sem allar aðrar fimmur á Íslandi ættu að miðast við.
Skalinn í hausnum á mér var orðinn e-nvegin svona:
Skítlétt: 3. gráða
Strembið: 4. gráða
Drullustíft eins og Þilið: 5. gráða
Erfiðara en Þilið: líka 5. gráðaEkki furða að maður skíti í brækurnar þegar maður heyrir minnst á 5+, hvað þá 6!
Allez!
Ska
13. March, 2009 at 09:48 #539040311783479MemberVar ekki Orion talinn benchmark fimman?
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.