- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
4. June, 2008 at 11:55 #47374SissiModerator
Hafið þið skoðað þetta? http://www.findmespot.eu/en/
Græja sem getur hringt í neyðarnúmer og gefið upp staðsetningu / sent inn sms eða tölvupóst til þeirra sem vilja fylgjast með framvindu ferðar með link á google maps.
210 grömm / 13 þús kall í USA.
Gæti verið sniðugt fyrir stærri / lengri / úti í rassgati ferðir.
Geta túristar leigt eitthvað svona hérna t.d. ef þeir leggja á Vatnajökul?
SF
5. June, 2008 at 08:33 #528301108755689MemberÞetta er rather sneddy myndi ég segja. og “aðeins” ódýrara en sími sem maður myndi í flestum tilvikum nota í sama tilgangi.
5. June, 2008 at 08:40 #52831RobbiParticipantÞað er því miður ekki símasamband allstaðar á Íslandi, og víða annarstaðar í heiminum. Þetta virkar hvar sem er. Sniðugt.
rh5. June, 2008 at 09:29 #528322806763069MemberEr ekki bara málið að hinn virðulegi Íslenski Alpaklúbbur fá framleiðandan til að senda sér eitt tæki til prufu sem helsti fulltrúi væntanlegst markaðar á Íslandi.
Gervihnatta samband og gervihnatta samband er jú ekki alveg það sama þegar maður býr svona nálægt öðrum hvorum pólanna. Samanber Iridium virkar fínt en önnur kerfi væru ekki eins örugg.
En væri svo sannarlega nánast fullkominn lausn á ýmsum vandamálum á nokkuð viðráðanlegu verði!
5. June, 2008 at 09:46 #528332008633059MemberÞetta er reyndar nokkuð sniðug græja. Í stuttu máli er SPOT sambyggður GPS móttakari og gervihnattasendir sem þýðir að það næst samband óháð símkerfinu. Notast er við Globalstar-kerfið og það er miðstöð í Bandaríkjunum sem sér um að koma boðum áfram, þ.m.t. neyðarköllum. Þeir virðast alveg standa sig í stykkinu sbr. þessa frétt: http://www.outdoorsmagic.com/news/article/mps/uan/5303
Keypti mitt tæki hjá REI.com en hér á landi er t.d. Haftækni á Akureyri að selja þetta. Er reyndar ekki kominn með mikla reynslu af notkun tækisins en hef í það minnsta náð samband hér í bænum! Prófa þetta svo betur á fjöllum á næstu vikum.
Athugið að fyrir utan kaupverð þarf líka að greiða áskriftargjald fyrir þjónustuna, 99 evrur á ári. Innifalið í því eru neyðarköll og tvær tegundir skilaboða (ásamt staðsetningu) á netföng. Einnig er hægt að senda skilaboðin í SMS en þá þarftu að senda á “email2SMS” gátt hjá viðtakanda (hjá Símanum <símanúmer@vit.is>) og hann að skrá sig í þannig þjónustu sem er frítt. Viðbótarþjónusta eins og “trakking” og leitar/björgunartrygging kostar svo 40 evrur í viðbót.
Það er líka rétt að taka fram að SPOT er ekki samskonar neyðarsendir og notaðir eru í skipum og bátum. Slíkir sendar (PLB) kosta mun meira og eru takmarkaðir við að senda út neyðarkall. Einnig hafa yfirvöld verið treg við að samþykkja notkun þeirra á landi, t.d. er bara nýlega búið að gefa leyfi fyrir slíkri notkun í USA. Á móti kemur að meiri reynsla er komin á notkun þeirra, hægt er að miða þá út af björgunarmönnum, þeir eru gæðavottaðir og viðurkenndir um allan heim af björgunaraðilum.
En kannski er ástæðulaust spá meira í þessu miðað við þau áform sem símafélögin eru með um aukna útbreiðslu farsímasambanda. Sé ekki betur en að bæði Síminn og Vodafone/NOVA ætli að dekka mest allt af landinu með langdrægum GSM/3G-sendum. Líklega þó betra að hafa einnig varasamband og þar virðist SPOT vera álitlegur kostur.
Spjallþráður hjá 4×4 um SPOT:
http://www.f4x4.is/new/forum/default.aspx?file=gpsogleidir/11721Úttekt á SPOT:
http://www.equipped.org/SPOT_ORSummer2007.htm
http://www.equipped.org/blog/?p=73kv,
JLB5. June, 2008 at 10:28 #528341704704009MemberEndilega láta útvega svona tæki handa klúbbnum. Sem minnir mig á að UHF klúbbtalstöðvarnar góðu eru enn í umbúðunum. Þær áttu að auka öryggi í Ísalpferðum. Óefað hefðu þær það gert.
Þær gleymdust bara alltaf í bænum.
5. June, 2008 at 13:36 #528350606754229MemberÞegar ég var á ferð í Kanada í vetur var ég að spá í að splæsa í svona tæki.
Eftir að skoðað málið þá þorði ég ekki að taka sjensinn á því.
Ísland er á mörkum útbreiðsluvsvæðis Globalstar, sem þýðir að tunglin eru tiltölulega lágt á suðurhimninum.
Þar sem sambandið við tækið er simplex (forsendan fyrir því hvað það er nett) þá er ekki hægt að fá staðfestingu á að boðin hafi skilað sér sem er náttúrulega stór ókostur ef nota á tækið sem neyðarsendi á svæði sem er á mörkunum að ná sambandi.
Ég spurðist fyrir um tækið í Haftækni þegar þeir fóru að selja það en svörin sem ég fékk voru ekki upp á marga fiska; “tækið virkar”. Þegar ég fór að spyrja um hvort samband næðist t.d. ofan í dölum hérna norðanlands, þá var fátt um svör, það hljómaði þannig að prófanirnar sem þeir gerðu hefðu ekki verið neitt sérstaklega markvissar.
Ég hef heyrt (ekki frá fyrstu hendi reyndar) að í trökkum sem tækið hefur sent frá sér vanti punkta ofan í dölum sem lokast til suðurs. Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það en það hljómar þó sennilega í mínum eyrum.
Tækið virkar örugglega ágætlega t.d. í skíðaferð yfir Vatnajökul, eins og nefnt var áður, en ég myndi ekki treysta á það t.d. í klifri í norðurhlíðum fjalla.Kalli
6. June, 2008 at 00:06 #528362502614709ParticipantÉg vil leyfa mér að setja stórt spurningarmerki við þessa þróun gsm kerfisins, það tekur allan sjarma af óbyggðarferðum þegar ring ring heyrist og maður hættir að geta verið utan þjónustusvæðis. Öll þessi möstur eru lýti á náttúrunni, það er merkilegt að hér hefur engin umræða farið fram um þetta. Víða annars staðar s.s. í Skotlandi eru stór svæði sambandslaus af prinsipp ástæðum. (Ekki kemur til greina að setja upp möstur og menn vilja halda í “óbyggðirnar”) Öll þessi tæki eins og t.d. þetta tæki ætti að duga til að uppfylla öryggiskröfur.
Þeir sem ekki geta verið án gemsans ættu að kaupa hjólhýsi með 37″ flatskjá og halda sig við hringveginn.kk
6. June, 2008 at 10:18 #52837Björgvin HilmarssonParticipantGóður punktur hjá Ingvari. Nú hefur maður ekki svo mikið vit á þessu. Ég veit til að mynda ekki hverskonar búnað þarf í svona langdrægar sendingar. Hélt kannski að málið væri einmitt að þetta væru “langdrægir” sendar sem þýddi þá að það væri sendir á loftneti einhversstaðar sem næði svo yfir stórt svæði, en að ekki þyrfti að hola niður loftnetum með reglulegu millibili til að dekka, eins og í þessu tilfelli, hálendið. En eins og ég segi, væri gott að fá einhvern til að fræða okkur um það sem veit meira um málið.
En mikið er ég sammála um að það væri mjög miður ef allir væru sí og æ blaðrandi í símann í miðri ferð og misleiðinlegir hringitónar myndu rjúfa kyrrðina reglulega. En maður vonar að fólk muni í þessum tilfellum hafa vit á að slökkva á þessum andskotum.
9. June, 2008 at 13:46 #52838Bergur EinarssonParticipantHef notað þessar spot græjur aðeins í vinnunni á Jöklunum hér heima (Dranga- Hofs- og Vatnajökli) og þar kemur þetta ágætlega út en djúpir dalir og norðurhlíðar eru væntanlega vandamál. Þeir hjá Haftækni segja að tunglin séu við 23° hæð á sjóndeildar hringnum í suðri sem þýðir að norðan við 1000 m hátt fjall þarftu að vera 2,3 km frá fjallinu til að ná sambandi. Þar með hverfa væntanlega ansi mörg svæði í skuggan.
9. June, 2008 at 14:39 #52839SissiModeratorJá, þetta er væntanlega vandamál með margt af þessu dóti. Við vorum með gervihnattasíma í Pakistan fyrir 2 árum, maður hélt nú að þessi tungl coveruðu þær slóðir ágætlega, en úr basecampnum niðri í dal náði maður kannski 3-5 mín áður en það slitnaði og þurfti svo að bíða aðeins.
Það virkar ekkert nema gamla góða Gufunesið.
Siz
10. June, 2008 at 13:00 #528403110755439MemberSæl
Gengum yfir Vatnajökul (austurs til vesturs) með svona tæki í för, prófanir fyrir Landsbjörgu.
Tækið virkaði vel, gátum sent skilaboð og létum það track-a okkur. Myndi telja þetta ágætis öryggisleið þar.
Eina sem stóð upp á er batterísnotkun tækisins. Það að senda étur rafhlöðurnar, sérstaklega þegar það sendir á 10 mínútu fresti. Standard Duracell rafhlöður virka ekki með tækinu, tækið fór að gefa okkur villur í byrjun annars dags við notkun en þá var það búið með Lithium rafhlöður sem voru í því, veit ekki notkunina á þeim fyrir en þær lifðu í 8 tíma. Tel að Duracell hafi sent í svona 1 tíma áður en tækið byrjaði að skila villum. Seinna þegar ég kom heim þá mældi ég styrkinn, Duracell voru á strong-medium línunni á mælitækinu en Energizer Lithium batteríin voru enn í toppi á strong.
http://www.energizer.com/products/hightech-batteries/lithium/Pages/lithium-batteries.aspxkv
Dóri (hssk)16. June, 2008 at 09:31 #528411402734069MemberÉg stoppaði við í R.Sigmunds fyrir helgi og sá Garmin apparat sem virðist eiga virka álíka og umrætt tæki.
Kv. Böbbi
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.