Undirritaður ásamt Ása og Marianne baunuðum út úr bænum kl 5 á laugardagsmorgun og stefnan tekin á Grundarfjörð.
Fórum í leiðina í Þvergil sem liggur norðan við allar leiðirnar fyrir stóru strákana í Mýrarhyrnunni. Aðstæður voru góðar og virtust flestar leiðirnar vera í aðstæðum úr fjarska. En fremur snjóþungt er á svæðinu og spurning hvort fleiri mokstursveiflur eða ísaxarsveiflur voru teknar þennan daginn.
Klassa 300 – 400 m ævintýraleið sem verður krefjandi eftir því sem á líður. Því miður þurftum við að hverfa frá hálfkláruðu verki sökum myrkurs og vandræða við að finna leiðina sökum skyggnis um morguninn (á hnitið af upphafinu á leiðinni núna ef einhver stefnir þangað). Þessi leið verður klárlega endurtekin við næsta tækifæri.
Hressandi dagur á fjöllum, Marianne smellir inn myndum fljótlega.
Gunni Magg