Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Myndir í leiðarvísi fyrir Kaldakinn

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46106
    0309673729
    Participant

    Ég fann teikningar frá ísklifurfestivalinu í Kaldakinn 2001 eftir talsverða leit. Ég skannaði ljósmyndir sem Jón Gunnar lét mér í té fyrir margt löngu og merkti leiðirnar inná. Myndirnar má sjá í grein hér að ofan. Sigurður Tómas skellir þeim síðan í leiðarvísinn sem hann er með í smíðum.

    Þær fundust um þarsíðustu helgi en þegar ég ætlaði að hendast í að græja leiðarvísamyndirnar var búið að aflýsa festivalinu. Því gaf ég mér aðeins lengri tíma í að vinna myndirnar. Fyrir vikið eru þær vonandi aðeins betur unnar en ella.

    Verst þykir mér að finna ekki skissur af helstu snjóflóðalínum sem Hlöðver á Björgum var eitt sinn búinn að rissa inn á mynd fyrir mig. — Ég finn þær þó hugsanlega síðar í vor þegar ég verð fluttur í stærri íbúð og búinn að ruslast í gegnum allt dótið mitt enn einu sinni. — Annars væri tilvalið að næsta teymi sem á leið í Kaldakinn bankaði upp hjá Hlöðveri til að fá skissur af flóðalínunum. Þetta eru þarfar upplýsingar að hafa í leiðarvísinum.

    Leiðarvísamyndirnar eru til í betri upplausn ef einhver býður sig fram til að græja leiðarvísinn í pdf-skjal sem hægt yrði að niðurhala héðan af isalp.is.

    kveðja
    Helgi Borg

    #50319
    Anonymous
    Inactive

    Frábært að finna þetta en ég sakna þó myndana af leiðunum nyrst á svæðinu þar eru 2-3 klifursvæði í lægri hömrum en þeir eru samt mjög krefjandi þar sem þeir eru nær alveg lóðréttir.
    Eitt sem fólk ætti sérstaklega að athuga það er að leiðirnar þarna eru í lengri kantinum og það sem kann að virðast létt leið séð frá vegi gæti litið ALLT öðruvísi út þegar komið er að henni. Best er að fara þarna með V-Þræðingar þar sem ekki er ráðlagt að vera að labba mikið þarna fyrir ofan.
    Eins og sést bersýnilega á þessum myndum er mikið af óförnum línum þarna og það sem betra er að nyrsta svæðið er því sem næst óklifrað. Ég man bara eftir 3-4 leiðum sem voru farnar þar en mikið fleiri línu eru þar og sumar hverja all svakalegar. Ef mig minnir rétt þá eru tæknilega erfiðustu leiðirnar í nyrstu hömrunum.
    kveða Olli

    #50320
    0309673729
    Participant

    Nyrstu leiðirnar voru ekki merktar inn á útprentuðu myndirnar.

    #50321
    2806763069
    Member

    Hér er Kaldakinn
    Um Köldukinn
    Frá Köldukinn
    Til Köldukinnar

    Er kannski verið að kasta steini úr glerhúsi en samt….!

    #50322
    0309673729
    Participant

    Kaldakinn dregur nafn sitt af “kalda” sem er hugtak fyrir vind. Þarna er ósjaldan norðan kaldi. Því er rétt að segja: Leiðarvísir fyrir Kaldakinn.

    kveðja
    Helgi Borg

    #50323
    Siggi Tommi
    Participant

    Ja, nú þykir mér að verði að spyrja heimafólk.
    Tengdamóðir mín er alin upp á Þóroddsstað í “Kinn” og ég ætla að spyrja hana um þetta mál við tækifæri.

    #50324
    Karl
    Participant

    Íbbi minn,
    -Þeim var ekkert kalt þarna fyrir norðan, vindbelgdu Þingeyingunum en Þingeyjan sjálf er þarna skammt undan -en þarna er gjarnan kaldi og jafnvel stinningskaldi í innlögninni á annars góðum sumardögum. Stundum fylgir innlögninni jafnvel þoka innundir Ljósavatn.

    Kaldakinn
    Kaldakinn
    Kaldakinn
    Kaldakinnar

    Gott að myndirnar fundust þá er hægt að byrja krassið áður en gleymskan verður alsráðandi.

    Kalli

    #50325
    2806763069
    Member

    Gvöð minn góður, þið lesið allt of mikið. En gott og vel, gerði upp á bak þarna! Samt asnalegt, týpiskt fyrir þetta utanaflandi pakk að láta sér detta svona nafngift í hug!

    #50326
    0311783479
    Member

    Siggi Tommi eru leiðirnar ekki kvótaðar í P-gráðum, fremur en WI ?

    Ívar málfarsráðunautur hvar varst þú um helgina? Þín var saknað í Eilífsdalnum.

    kv.
    Halli

    #50327
    Karl
    Participant

    Ef ég man rétt þá hefur lænan lengst til hægri á forsíðumyndinni verið klifin og kallast að mig minnir “Skítuga leiðin” Þetta er löng 3-4 gráða, yfirleitt með miklum ís og þar koma gjarnan niður snjóflóð.

    #50328
    0309673729
    Participant

    Ég og Húnbogi klifum fyrstu 50m einhvern tímann undir lok síðustu aldar. Sú spönn er 4 gráða. Við vorum sáttir við árangurinn og sigum niður. Aukin heldur þurfti ég að ná flugi fljótlega eftir hádegið. Eftir fyrstu spönn léttist leiðin verulega og verður auðveld 3 gráða. Hún telst því ekki hafa verið farin í það skiptið. — Ég hefði líklega valið henni ögn virðulegra nafn. Ekki veit ég hvort aðrir hafi klifið hana síðar.

    #50329
    Karl
    Participant

    Það er eins og mig minni að -eh Akureyiringar hafi líka verið að sniglast þarna.

    #50330
    Siggi Tommi
    Participant

    Við hljótum að láta frumferjunum það eftir að ráða hvort menn vilja WI eða P gráða þetta.
    Leiðirnar eru nú á bilinu ein spönn upp í tæpa 200m þannig að ég hefði nú haldið að fyrir einfaldleikans sakir verði þetta allt með WI gráðum.
    Lengd leiðar er jú getið líka í upplýsingunum þannig að það segir sennilega flestum nóg um alvarleikann og allt það…

    Auk þess þá er ég ekkert inni í þessum alpagráðum og hef því ekkert fram að færa í þeim málum. :)

    #50331
    Jón Haukur
    Participant

    e-hemmm

    Er ekki verið að tala P gráður sbr. P5 (Palli fimm) en ekki forlátar alpagráður…

    jh

    #50332
    Anonymous
    Inactive

    Jú rétt er það JHS það er verið að tala um þessa gríðarlega erfiðu P5 gráðu. Að vísu hefur Palli nú gráðar leiðir WI5 nú á seinustu árum, eina undir Eyjafjöllum til dæmis. Ég hef ekki fyrir hitt útlendan klifrara sem hefur sagt að leiðir séu undirgráðaðar hér heima. Gráður ísleiða eru samt mjög á reiki og ber að taka með fyrirvara, ég hef til dæmis farið Þilið í aðstæðum sem erlendis mundi vera kallað WI6 en síðan farið það í astæðum þar sem það rétt slefaði upp í WI5.
    Olli

    #50333
    Sissi
    Moderator

    Ég frétti að þeir væru að taka P gráðurnar upp í Skotlandi…

    Siz

    #50334
    0311783479
    Member

    Mér finnst P-gráður mun svalari og mun meira “Ísland bezt í heimi” heldur en WI og legg ég til að ísklifrarar berji sér á brjóst, renni í þjóðrembings ham og gráði nýjar leiðir með P en ekki WI. Svo það væri nú ekki nema til virðingar við Palla og félaga.

    Ég hef sagt miklar þjóðsögur af P-gráðum og oft hafa slíkar sögur áunnið mér pint – ógreiddan hér í Skotlandi – af mikilli lotningu fyrir Palla og vinum hans; hef meira að segja tekið að mér að bjóða þeim eitt ránd út á þessar leiðir og gráður fyrir hönd manna hér úti.

    Út frá sögulegum sjónarhóli þá byrjuðum við Íslendingar að nota skosku vetrargráðurnar en svo tognaði úr þeim á kafla og til urðu íslensku P-gráðurnar óskildar við skosku frænkur þeirra – en kannski venslaðar við WI-amerískar. Þetta er framþróun og arfval!

    jæja þá er röfl dagsins búið og tími til að hespa af heimadæmum áður en Rjukan rennur upp. Hitti Robba í Leifsstöð á þriðjudaginn og síðasta sem ég heyrði af honum var þegar hann var kallaður upp sem síðasti farþegi í óskilum á leið til Osló – vona að hann hafi komist alla leið blessaður.

    Halli

    #50335
    Siggi Tommi
    Participant

    Lélegar heimtur á þessum ungmennum í dag.
    Það hefur alla vega ekki sést til hans hér á Fróni í 3 daga þannig að hann hlýtur að hafa fundið sína norrænu frændur í Norðurvegi…

Viewing 18 posts - 1 through 18 (of 18 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.