- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
8. March, 2006 at 00:43 #45869KarlParticipant
(ef það er á færi Ísalp félaga að berja vit í jeppakallana þá mega þeir nýta sér þennan texta…)
Það kannast ábyggilega margir við “MOB” takka á GPS tækjum.
Á sjó er sá takki hugsaður til að merkja og finna aftur staðinn þar sem maður fellur útbyrðis, -ekki til að hringja hnitið til neyðarlínunnar, heldur til að bjarga honum sjálfir um borð með öllum tiltækum ráðum.
Hvað gerir þú eða þínir ferðafélagar ef maður “fellur útbyrðis” á jökli?
-Nei, -112 er ekkert svar.Ferðalög Íslendinga á jöklum eru einsdæmi í heiminum.
Fyrst er að telja ferðamátann sem tíðkast ekki annarsstaðar (bílar).
Það sem er jafnvel ennþá einkennilegra er að flestir sem ferðast hér á jöklum eru algerlega vankunnandi um þætti sem þykja sjálfsagðir allstaðar annarstaðar í heiminum þar sem ferðast er um jökla.
Þar á ég við almenna kunnáttu í grunnatriðum fjallamennsku, línumeðferð, umgengni við jökulsprungur og þ.a.l. björgunargetu ef e-h fellur í sprungu. Hvergi annarsstaðar tíðkast það að almennt séu menn á jökli mannbrodda, ísaxar og línulausir! Þetta er ekki hægt að skýra með neinu móti öðru en vankunnáttu.
Það sem heldur þeim sem minnst kunna á floti er að þeir hætta sér sjaldnast út fyrir troðnar slóðir (GPS ferla).
Ég fylgdist með umræðu jeppamanna í kjölfar nýlegs slyss á jökli og virðast helstu viðbrögðin veltigrindur og e-h græjur að ógleymdum fjarskiptibúnaði til að geta kallað á hjálp.
Það er varla hægt að hugsa sér fáránlegri aðstæður en að e-h falli í sprungu og ferðafélagarnir eru svo fákunnandi (og þar af leiðandi vanbúnir) að þeir geti ekki einu sinni farið á eftir þeim sem fell og veitt aðhlynningu og komið þeim föllnu upp ef þeir eru ferðafærir. Það að síga niður og júmma upp jökulsprungu er engin stór kúnst, -en verður að lærast eins og annað.
Það sem er ennþá yfirgengilegra er að hér starfar fjöldi manna við að flytja fólk um jökla án þess að hafa þekkingu (og þ.a.l. búnað) til að framkvæma jafn einfalt verk og að síga niður í jökulsprungu eða koma fyrir snjóakkeri ef ekki er hægt að hnýta í bíla.
Ég er ekki talsmaður boða eða banna en mér finnst í alvöru talað að hér hefði heill þjóðfélagshópur gott af því að hysja upp sigbrækurnar og læra undirstöðuatriði um ferðalög á jöklum.Ferðalög fjölmargra jeppamanna eru álíka og ef þeir sem legðu stund á siglingar væru alls ekki færir að bjarga þeim um borð er féllu útbyrðis og treystu bara á að geta hringt eftir hjálp.
Það þykir sjálfsagt til sjós að til staðar sé björgunarbúnaður og í því tilfelli er einfaldlega lögboðið að svo sé og að menn kunni með hann að fara. En við höfum líka þúsund ára siglingasögu og og höfum séð á eftir þúsundum manna í hafið.
Ég held að reynslan af siglingareglum og nú síðast frábæru starfi Slysavarnarskóla Sjómanna hafi sýnt það að ÞEKKING er mikilvægasta nesti sem menn hafa til ferðalaga.Vilji menn ekki tileinka sér þessi grunnatriði þá ættu menn að íhuga það að endurmerkja “MOB” takkann á GPS tækinu með “112” og hafa hann beintengdann við símann.
Síðan geta menn bara sötrað kaffi þar til þyrlan kemur…8. March, 2006 at 07:41 #50362SmáriParticipantheyr heyr!! Spurning hvort t.d. IFLM geti ekki haft eitthvad uppur tvi ad halda jøklanamskeid fyrir jeppakalla…
8. March, 2006 at 09:14 #50363Björgvin HilmarssonParticipantMikið er ég sammála öllu því sem hér að ofan stendur. Eitthvað þarf að gera og við skulum kalla það lágmarkskröfur frekar en boð og bönn. Það er ekkert annað en eðlilegt að fólk sem starfar, til að mynda í ferðaþjónustu á jökli, hafi aðeins meira en ekkert vit á sprungubjörgun. Persónulega hef ég reynslu af þessum málum og veit að mjög mikið vantar uppá kunnáttu margra sem sem starfa á jökli og þjálfun nýrra starfsmanna er fáránlega lítil þegar kemur að því að undirbúa menn undir óvænt atvik.
Ég tel eðlilegt að fyrirtæki sem bjóða upp á ferðir á jökul, séu skylduð til að sýna fram á lágmarkskunnáttu starfsmanna til að bjarga fólki úr sprungu, í fyrstuhjálp og öðru slíku. Hér er ég ekki bara að hugsa um ferðamanninn sem fer í ferð heldur einnig starfsmanninn sem væri í heldur sorglegri stöðu ef hann gæti ekki gert neitt til að redda málunum.
En auðvitað á það að gilda um alla sem ferðast á jökli að þeir hafi kunnáttu því sem þeir eru að gera, ekki bara þá sem starfa við það. Sjálfur verð ég stressaðri með árunum og eftir því sem ég kann meira, því maður skynjar þá betur og betur hversu varhugaverð svæði jöklar eru.
8. March, 2006 at 10:20 #50364Siggi TommiParticipantGóðir punktar hjá mönnum.
Klárlega pottur brotinn í þessum málum hjá landanum…8. March, 2006 at 13:28 #503652909674229MemberSæl Karl.
Ég held að félagar í 4×4 séu að taka við sér.
Sjá spjallið hjá þeim. Þetta seti ég inn hjá þeim.
Sælir félagar.
Þeir sem er að ferðast á fjöllum ættu að mínu mati að vera með kunnátu í skyndihjálp, rötun og ekkki er verra að kunna eitthvað fyrir sér í fjallamensku.
Ég er svo heppin að fara reglulega á námskeið í skyndihjálp vegna vinnu minnar.
Þegar ég og vinur minn lentum í því að sinn manni sem hafði lent í óhappi ( Á FJALLI )þá kom sú kunnáta sér vel.
Mín skoðun er sú að klúbburinn ætti í samráði við aðra að vera með námskeið í þessum fræðum í samráði við önnur félög.
Kveðja Örn.G
Er ekki tilvalið að Ísalp hlada námskeið fyrir jeppafólk?
Kveðja Örn Gunnasson
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.