Mánudags myndir

Home Forums Umræður Almennt Mánudags myndir

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47311
    Jokull
    Member

    Í ljósi þess að aðstæður til utanhúss iðkunnar flestra okkar áhugamála eru í hinu árlega uppnámi sem kallað er haust á Íslandi datt mér í hug að sýna ykkur þessar frábæru myndir.

    Þarna er að finna myndir sem sanna það enn og aftur að oft leitum við langt fyrir skammt og að hér á okkar farsældarfróni er ýmislegt hægt að gera. Allar þessar myndir koma frá atvinnumönnum í myndabransanum, en fyrir utan hirðljósmyndara ÍSALP Guðmund Tómasson eru þarna allt útlendingar á ferð og sannast þar hið fornkveðna að glöggt sé gests augað.
    Njótið vel

    Jökull

    Skiing in Iceland

    Climbing in Iceland

    #54497
    Björk
    Participant

    vá takk fyrir þetta, ótrúlega flottar myndir.

    Alveg rétt margt hægt að gera á Íslandi og hægt að taka sér gott vetrarfrí og skíða og klifra fullt.

    Enda eru Íslendingar alveg eitthvað að fara í ferðir veturna og vorin til að skíða og klifra á Íslandi. Frábært alveg.

    #54500
    1908803629
    Participant

    Kærar þakkir fyrir þetta – brakandi flottar myndir!

    #54505
    0703784699
    Member

    Já það er óþarfi að ferðast hálfan hnöttinn til að fá flott klifur enda af nógu er að taka heimafyrir. En ætli það sé ekki einmitt aðstæðurnar títtnefndu sem draga menn á fjarlægari slóðir, þeas veðrið.

    Ef hægt væri að klípa í kletta utandyra í 12 mánuði á ári að þá væri ef til vill Spánn ekki svo vinsæll áfangastaður meðal íslenskra klifrara. Ekkert gaman að handleika plastið megnið af árinu. Því miður að þá vantar einnig uppá að geta fyllt uppí þessa ófáu rigningardaga með smá slúttandi bergi ( http://picasaweb.google.com/himmi78/Mars2009#5319591114990089842 )

    Svo er það haustið sem æsir upp mannskapinn með sínum frostaköflum svona rétt áður en það rignir aftur. Snjór sem kemur og fer jafnóðum.

    En annars þá er Ísland bezt í heimi og takk fyrir glimrandi myndir!!!

    kv.Himmi

    #54537
    Jokull
    Member

    Fyrir þá sem eru orðnir spenntir að þá er gott að vita að á Dalvík voru 15cm jafnfallnir í morgun og ísleiðir í hæð eru barasta farnar að sýna sig… Smellti inn fleiri skemmtilegum myndum sem flestir ættu að hafa gaman af. Í þett sinn er það steinolíu skíðamennska af dýrustu sort eða úrtak úr heli ski vertíðinni á Tröllaskaganum 2009.

    Njótið vel

    Jökull

    Arctic Heli Skiing 2009

    #54553

    Nei það er ekki verra að byrja mánudaginn með smá myndaglápi héðan.

    Hvernig eru annars snjóalög víðsvegar um landið? Einhverstaðar hægt að byrja að safna rispum undir skíðin?

    #54557
    2802693959
    Member

    Glæsilegar myndir Jökull. Fylgist spenntur með snjóalögum og byrja strax í kvöld að breikka skíðin fyrir hið norðlenska púður.
    Góðar kveðjur í kotið.
    Jón Gauti

Viewing 7 posts - 1 through 7 (of 7 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.