man vs. wild

Home Forums Umræður Almennt man vs. wild

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46518
    Björk
    Participant

    Sá breskan þátt um daginn, þar sem fyrrum hermaður ferðast um óbyggðir landa og er allan tímann í miklum lífsháska. Í einum þættinum kemur hann til Íslands.
    Uppáhalds atriðið mitt er þegar hann veiðir rjúpu með gildru sem hann gerir með skóreimum… maður á greinilega ýmislegt eftir ólært þegar maður ferðast um landið!!!

    Náttúrulega hægt að finna allt á þessu neti, einhver búinn að hlaða þessu hér :

    http://youtube.com/results?search_query=%22man+vs.+wild%22+%2B+iceland

    Það sem gerir mann samt “smá” tortrygginn er að hann er með myndatökulið með sér.

    #51593
    0311783479
    Member

    Hæ hó,

    Kona nokkur úr þessu próduksjón-liði hafði samband við Davy félaga minn (maður skoskur) í byrjun árs og vildi fá “first hand account” lýsingar af þeim “hrikalegu” “survival” aðstæðum sem hann upplifði þegar hann fór að klifra með mér í Svarfaðar-/Skíðadal um páskana 2006.
    Davy lýsti fyrir henni að þetta hefði bara verið sakleysislegt klifurfrí, ekkert sérstakt drifið á dagana sem talist gæti “lífshættulegt” nema fyrir utan að Ósk Norðfjörð hefði setið um okkur (e. stalking) í laugum Norðlendinga.

    Ekki var Bear þessi til í að leika það eftir oss…

    En hún tjáði Davy að Björn (e. Bear) hefði þá þegar fengið nokkar juicy sögur sem hann ætlaði að leika eftir.

    Er Davy reyndi lymskulega að verða sér úti um frítt far til Íslands (= pótensjal klifurfrí) til að sýna þeim hvar þessar blessuðu laugar væru þá var kona þessi snögg til að svara að Björn væri nú þegar búinn að verða sér úti um UIAGM-menn til að leiða sig í allan sannleikann um hættur á óförnum slóðum Íslands.

    Þannig fór nú það; gott þó til þess að vita að einhver hafi fengið eitthvað upp úr þessu, vona að það hafi verið heimamenn – ekki innflutt vinnuafl ;o)

    Bestu kveðjur
    Halli

    Sakleysislegt klifurfrí um páska 2006 (nb! vantar myndir af þessum atvikum í laugunum):
    http://gallery.askur.org/album534

    #51594
    Björk
    Participant

    Já þetta snýst náttúrulega fyrst og fremst um að gera gott sjónvarpsefni, sem fólk nennir að horfa á. Þótt þetta sé dálítið bull. Eins og í einu atriðinu þegar hann neyðist til að rífa af sér fötin til að koma í veg fyrir ofkælingu… gert fyrir konurnar.

    #51595
    2003793739
    Member

    Þetta er svaka nagli…
    En þetta gengur ekki alveg upp, mikið klipp saman og greinilega ekki allt tekið á Íslandi.
    Samt góð landkynning.

    Kv.
    Halli

    #51596
    0808794749
    Member

    ó jess.
    einn túrhesturinn talaði um þennan þátt í heila viku
    og ég er búin að bíða eftir að rekast á hann síðan þá.
    hlakka mest til að sjá hann flá kind með vasahníf og elda í hver!

    #51597
    0310783509
    Member

    Hmmm… Jamm skemmtilegur var hann.

    Að ferðast um ísland með tökulið =300.000kr
    Að stökkva úr gæsluþyrlunni yfir hálendinu =150.000kr
    Að koma fyrir heimaslátraðri kind á vergangi =50.000kr
    Að veiða rjúpu í skóreim… ómetanlegt !! Eða á maður frekar að segja ÓMÖGULEGT ??

    Það var líka ótrúleg tilviljun að hann fann hrúgu af rjúpna fiðri í móganum… Það var af því þar var hún skotin. Hún var STEIN dauð í gildrunni.

    Ég horfði nú greinilega ekki á þennan þátt nógu vel en mér sýndist allar tökurnar vera frá Íslandi en það var all vel rokkað milli landshluta.

    Þess má geta að sjálfsbjargarsérfræðingunum (e.Survival Experts) er getið í lok þáttar en það voru nú engir UIAGM snobbar, miklu betra en það. Jón Gauta Jónsson, Þór Kjartansson og Sigrún Nikulásdóttir voru þar á ferð, svo aurarnir lentu á klakanum í góðum höndum.

    Kv. Ísfeld

    #51598
    0703784699
    Member

    ….já það þarf lítið til að gleðja landann!!!

    Ef þið hafið ekkert betra að gera en að horfa á video á netinu mæli ég með þessu,

    http://youtube.com/watch?v=T3FaTrtXhNU

    og

    http://youtube.com/watch?v=q4l4DZeletg

    Ég spyr bara hvar eða hver er Valli á þessari mynd?

    GIMP :)

    PS: Just go to YouTube.com and type in
    riding together / love ride 2006.03.12 (#351) part1
    riding together / love ride 2006.03.12 (#351) part2
    You can’t understand any of it since it’s in Japanese and it is only the first 5 minutes but it is fun to watch how dramatic they make it look. It starts about 3 minutes into part 1 and finishes at about 5 minutes into part 2 so its only 10 minutes.

    #51599
    1108755689
    Member

    Það er greinilegt að Valli er ekkert sérlega hrifinn af bómull!

    #51600
    2806763069
    Member

    Lang frægasti og fallegasti íslendingurinn, ekki spurning!

    Annars held ég að Valli hafi verið Himmi, sem einnig kom við sögu í þessu stórvirki kvikmyndasögunnar.

    Sjö Samúræjar ÚT Love Ride INN

    #51601
    2003793739
    Member

    Himmi,er lítið að gera í vinnunni?

    #51602
    0111823999
    Member

    Eitthvað sýndist mér ég sjá glitta í Atla Þór í rauðu úlpunni sinni!

    Cotton kills! hehe
    snilldar video =)

    #51603
    0703784699
    Member

    nei því miður er ekki lítið að gera í vinnunni….hef ekki ennþá gefið mér tíma til að horfa á þessi video, en langaði að leyfa öðrum að njóta þeirra.

    Sendi þennan link á japanska vinnufélaga mína (sem eru að selja Nikita í Japan) og þeim fannst þetta frekar fyndið, og höfðu gaman af. Þetta ku víst vera einn sá frægasti og skemmtilegasti þáttur meðal ungs fólks í Japan, svo Atli þarf að fara varlega þegar hann stígur á Japanska grundu sem og hinir meðlimir þessa verkefnis…

    kv.Himmi

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.