Ég fékk Christopher til að stækka myndir fyrir mig upp í plakatstærð (100×70). Þær komu mjög vel út hjá honum. Maður sendir honum “original” myndir úr digital-hlunknum og hann græjar þær fyrir prentun. Ekki sakar að verðið er mjög sanngjarnt.
Fyrir þá fjölmörgu sem hafa fengið sér Digital-SLR-græju er um að gera að flytja fjallastemmninguna heim í stofu með því að stækka góða mynd.
Tjékkið á vefnum hjá honum:
http://chris.is/blog/?page_id=120
kveðja
Helgi Borg