Leiðarvisir af Munkaþvera

Home Forums Umræður Klettaklifur Leiðarvisir af Munkaþvera

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46258
    2806763069
    Member

    Eg rak augun i frekar flottan og einfaldan leiðavisir af Munkaþvera her i siðum felaga, nanar tiltekið hja Joni Hauk.

    Voru ekki einhverjir að spyrja eitthvað um Munkaþvera? Jæja her hafið þið það!

    Svona leiðarvisir gæti verið fyrirmyndin af leiðarvisum Isalp a netinu, einfalt og hægt að prennta ut a A4. Svona ef menn vilja fara þa leið.

    Massa flott.

    kv.Ivar

    #48010
    0804743699
    Member

    Frábært framtak!!!
    Gaman væri að sjá meira af þessu og safna þessu saman á síðunni!!
    kv,
    BÖG

    #48011
    Jón Haukur
    Participant

    Jamm þetta er nú reyndar ennþá á vinnuformi, en engu að síður skárra en ekki neitt. Náði hins vegar ekki að setja myndina inn á síðuna í almennilegri upplausn, en eins og ég sagði í pistlinum þá er ekkert mál að senda myndina á þá sem hafa áhuga. Hugmyndin var að prófa þetta form fyrir leiðarvísi. Einn galli sem ég er búinn að sjá nú þegar er að menn þurfa að hafa myndina í góðri upplausn og vera með sæmilega góða prentara til að þetta skili sér. Stefnan er síðan að birta þetta í ársritinu með tíð og tíma.

    jh

    #48012
    Ólafur
    Participant

    Þetta er hið besta mál. Svona á að gera þetta, einfalt og gott.

    Er ekki einhver þarna úti sem lumar á góðri mynd af Pöstinni? Þá gætu þeir sem til þekkja lagt í púkk, sent inn leiðirnar, og við verðum komin með leiðarvísi þaðan á mettíma.

    #48013
    0309673729
    Participant

    Tek undir þetta, gott framtak! Ég er sammála þeirri framtíðarstefnu sem kemur fram í ársritinu að hafa leiðarvísa Ísalp á vefnum á opnum síðum, fyrir alla, alltaf. Eru ísalparar almennt sammála þessu?

    Ég get útbúið leiðarvísa-síðu undir “Svæði og leiðir” í efnisyfirlitinu á síðunni, þar sem fólk getur náð í leiðarvísa í fullri upplausn.

    Það þarf helst að optimera ljósmyndir í leiðarvísum fyrir stærð og skýrleika í prentun. Málið er að það eru bandbreiddartakmörk á vefnum, og það kostar fullt af spesíum að fara yfir þau. Að auki eru prentarar misjafnir, eins og JHS bendir á, og því betra að ýkja kontrastinn þó það komi aðeins niðrá myndrænum gæðum. Þannig verða megin atriðin auðséðri, jafnvel á lélegum prenturum — ég get tekið að mér að fitla við myndirnar til að gera þær léttar og auðprentanlegri. Til að fólk eigi auðvelt með að höndla með leiðarvísana, er hentugast að troða þeim í pdf-skjöl.

    Mér finnst reyndar persónlega teiknaðir kletta-leiðarvísar miklu skemmtilegri. Með því að troða þeim í vektor baseröð pdf-skjöl, er þeir líka léttir og auðprentanlegir á næstum öllum prenturum. — en það er talsverð vinna að gera þá, og ljósmynda-leiðarvísar eru miklu betri en engir.

    Helgi Borg
    vefstjóri

    ps.
    Ég skal mynda Pöstina í bak og fyrir næst þegar ég á leið þar hjá, ef enginn verður fyrri til.

    #48014
    Jón Haukur
    Participant

    Er langt á undan ykkur, er með mynd af pöstinni í sarpi mínum… En það væri mjög gott að fá svæði fyrir svona vinnu á netinu, þannig að hægt sé að birta það sem verið er að vinna í, þá eru allar leiðréttingar og viðbætur auðveldari í aðgengi.

    jh

    #48015
    0309673729
    Participant

    Drög að þeim fyrsta komin inn.

    #48016
    0804743699
    Member

    Þetta er frábært, eru ekki einhverjir með fleiri myndir? Hvað með t.d. Leirvogsgilið? Lítið nýtt og óþekkt…
    Nákvæmt kort af Boulderi í Eyjafirðinum og Steinafjalli.

    #48017
    Ólafur
    Participant

    Annað svæði sem vantar stórlega leiðarvísi af er Gerðuberg.

    Spurning um að mynda hana líka í bak og fyrir næst þegar maður á leið uppá Snæfellsnes.

    http://home.wanadoo.nl/snowy-owl/images/west/html/ijs034.html

    #48018
    1402734069
    Member

    Grjótglímuáhugamönnum í Eyjafirði hefur verið sett fyrir það verkefni að mynda í bak og fyrir helstu staði okkar!

    Einn sá frægasti í dag, Grásteinn, er enn á bannlista. Kristín og Helga hafa gengið ansi langt í að fá leyfi til klifurs en íslenska bóndakonan hélt nú ekki uppi búi, bónda og börnum á veiku baki. Kristín gefst þó ekki upp!!

    Einnig hafa þær fengið leyfi víðar og allir bændur (bara konurnar sem eru með einhver uppsteit) tekið vel í erindi þeirra. (meira að segja eiginmaður fyrrnefndrar bóndakonu).

    Fylgist því með!

    #48019
    Karl
    Participant

    Böbbi, -ert þú ekki tilvalinn til að sverma upp jái hjá settlegum búandikerlingum? -fyrst dömunum verður aðallega ágengt með karlana….

    Kalli

    #48020
    1402734069
    Member

    Það er nú svo að flestar, ef ekki allar, konur hríðfalla fyrir rauða hárinu!!
    Á síðustu árum hef ég þó tekið upp á því að fá mér strípur í hárið, til að draga athyglina frá kollvikunum. það virkar vel eins og sjá mátti á Ingibjörgu Sólrúnu!

    Trúlegast hef ég verið með blandaðan háralit síðasta haust því mér varð ekkert ágengt með kellu. Þetta samtal er auk þess orðið frægt í sveitinni og ég víst æði dónalegur. Ég er nú hræddur um að hún hefði nú frekar haldið kjafti ef munnurinn á mér hefði opnast almennilega og blótsyrðin a la Jónki farið að streyma út!!

    Böbbi
    Soon to be red again!

Viewing 12 posts - 1 through 12 (of 12 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.