Hafi glöggir gestir ekki þegar tekið eftir því þá er kominn hlekkur á forsíðuna á könnun um starfsemi Ísalp. Stjórnin er að velta því upp hvort þörf sé á að fara í enduskoðun á starfsemi félagsins og kastar því fram spurningum um hlutverk Ísalp, verkefni þess, um heimasíðuna og fleira.
Það er von okkar að allir félagsmenn, sem og allir áhugamenn um fjallamennsku taki þátt í þessari könnun og hafi áhrif á framtíð klúbbsins.