Kona og Maður mótsins valin

Home Forums Umræður Skíði og bretti Kona og Maður mótsins valin

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46015
    0704685149
    Member

    Ákveðið var að velja mann og konu mótsins út frá fleiri þáttum en að sigra í fjölda keppna. Þar sem aðeins náðist að keppa í einn grein var valið aðeins erfiðara.

    Útivera gefur áskrift að tímaritinu Útiveru til konu mótsins en maður mótsins fær bókina ,,Gengið um óbyggðir” eftir Jón Gauta Jónsson

    Kona mótsins er:
    Berlind Aðalsteinsdóttir sem vann samhliðasvigið í mjög harðri og tvísýnni keppni og skíðaði síðan að krafti allan sunnudaginn.
    Einnig hefur hún sýnt mjög miklar framfarir síðan í fyrra auk þess að hafa keppnisskapið í lagi.

    Maður mótsins er: Tómas G. Júlíusson sem skoraði Jón Hauk á hólm í samhliðasviginu og sigraði hann en náði síðan öðru sæti í samhliðasviginu. Eindæma keppnisskap og fagnaði því að sigra Jón Hauk eins og hann hefði orðið heimsmeistari. Skemmtilegur karakter enda ættaður að norðan.

    Auk þess fá vinningshafar áritaðan farandbikar sem gefnir eru af Símanum og Vátryggingafélaginu Verði.

    Kveðja
    Mótsnefnd.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.