Sæl öllsömul.
http://www.brant.se/templates/twoColumn.php?top=4&me=15&sub=2&id=727&type=NEWS
Svo virðist sem sænska granítið hafi leikið norska ungstirnið Martin Skaar Olslund (19) grátt þegar trygging hans gaf sig og olli því að hann féll alla leið til jarðar um 15m. Leiðin sem hann var að klifra heitir “Dreadline” og er gráðuð 8+ R/X, þar sem R/X þýðir að fall í leiðinni getur valdið alvarlegum skaða eða dauða.
First ascent leiðarinnar, sem farið var af Stefan nokkrum Wulf er filmað í myndinni Crackoholic, þar sést hann meðal annars taka risafall í umræddri leið en hafði heppnina með sér ólíkt Olsund. Atriðið sést á meðfylgjandi myndskeiði (t=1:40)
http://www.youtube.com/watch?v=8Cuux1eUUnQ&feature=related
Þetta atvik ásamt öðru slysi í klifurgymminu hér í Gautaborg í vikunni þar sem klifrari einfaldlega gleymdi að hnýta sig í línuna og féll frá toppnum á innanhúsveggnum í gólfið fær mig til þess að biðja alla þá sem eru að hnýta sig í reipi þessa dagana að fara sérstaklega varlega.
Bestu kveðjur
Haukur