Klifur/sig

Home Forums Umræður Almennt Klifur/sig

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46760
    Freyr
    Member

    Sælir/ar

    Ég er nýliði í björgunarsveit og hef ferðast mikið síðustu ár. Nú er áhugi minn á klifri að aukast mikið. Hvar eru sniðugir staðir í nágreni Rvk. þar sem auðvellt er að klifra? Til að byrja með er ég að leita að mjög/frekar auðveldum leiðum og ætla að nota top- rope.

    Svo er annað. Hvar er gaman að síga í eða við Reykjavík? Ég hef verið að leita að stöðum en menn hafa verið tregir til að leyfa manni að síga.

    Freyr

    #47789
    0405614209
    Participant

    Daginn Freyr.

    Þú átt auðvitað að byrja á að æfa þig í Klifurhúsinu og auðvitað áttu svo að gerast meðlimur í Ísalp. Það eru í boði námskeið í klifri og svo líka fleiri námskeið. Þú getur meira að segja keypt þér klifurskó í Klifurhúsinu.

    Hjá Ísalp getur þú svo keypt leiðarvísa fyrir t.d. Stardal og Valshamar en ég bendi þér á að rjúka ekki sjálfur í þetta heldur fara fyrst á námskeið og fara svo í fylgd með reyndum klifrurum.

    #47790
    Freyr
    Member

    Mikið til í þessu Halldór.

    Að vísu er það mikið að gera hjá manni að maður kæmist ekkert allt of oft í klifurhúsið. Hef samt pælt mikið í því. Hvað kostar að vera í klifurhúsinu, dagur eða e-s konar kort?

    Freyr

    #47791
    2606882439
    Member

    Sæll Freyr,
    Allar upplýsingar um klifurhúsið er að finna á slóð hússins. http://www.klifurhusid.is

    #47792
    1210853809
    Member

    Ég byrjaði á þessu fyrir nokkrum árum og var það sigið sem ég var mest í. Ég veit um góðan stað þar sem við förum oft að síga. Þessi staður er í nágreni Hafnarfjarðar nánar tiltekið við Helgafell. Þessi staður heitir Valaból og er vafalaust merktur in á kort. Þarna er frekar auðvelt að tryggja og hægt að velja um nokkrar leiðir til að síga, bæði slútt og annað. Við höfum klifrað þessar leiðir nokkrum sinnum en þetta er móberg sem er ekki það besta í klettaklifur.

    #47793
    2806763069
    Member

    Af því ég er orðinn alveg hrikalega góður gæi segi ég ekki neitt, en þið vitið hvað ég er að hugsa.

    En bara af því að ég er nú líka dáldið vondur Harðkorna gaur get ég ekki stillt mig um að benda á að SIG er ekki íþrótt heldur leið til að komast niður á sem öruggastan hátt. SIG er hættulegt vegna þess að maður gerir það bara þegar maður hefur komið sér í vandræði. Maður stundar það ekki gjarnan að síga á 8 til 11mm línu þar sem það fer illa með línurnar og er bara óþægilegt og afar ósportlegt.
    Ef ykkur langar að prófa eitthvað sniðugt til að fara niður kletta athugið með BASE jump, Paraglider eða svifdreka.
    Ef ykkur langar til að verða alvöru spaðar einbeitið ykkur að því að fara upp og lærið að klifra hjá ÍSALP. Án efa munið þið koma ykkur í fullt af vandræðum og þurfa að síga niður allskonar vibba á allskonar tæpum tryggingum. En aldrei, aldrei, aldrei síga að ganni ykkar.

    P.s. Ekki taka þetta persónulega svona hlutir hafa komið fyrir besta fólk, sjálfur var ég einu sinni furðulegur unglingur sem stundaði það að æfa sig. Reyndar oftast með börur og þannig dótt. Ég ætti kannski ekki að segja frá því en ég tók meira að segja þátt í sig-sýningum á 17. júní utan á Hótel Selfoss.
    En batnandi fólki er best að lifa og í dag er ég………
    HARDCORE mesti besserwisserinn sunnan alpafjalla (að Steve Haston undanskildum, náttúruega!)

    P.s.s.
    Það er mér að meina laus ef þessi skrif verða ritskoðuð og þurrkuð út, ég mun ekki eyða næstu mánuðum í að væla út af því.

    P.s.s.s.
    Reyndar verð ég að viðurkenna að ég lærði nú bara helmikið um línuvinnu og annað slíkt sem kemur sér vel í klifri á þessu bjsv. skeiði mínu. Það liggur við að ég geti mælt með því að taka létta syrpu í þannig dótti einhverntíman á ferlinum. En samt ekki alveg.

    kv.
    Ívar, svo flottur að það hálfa væri nóg.

    #47794
    Freyr
    Member

    Hmmm

    Það er kannski ekki mikil íþrótt að síga en það er samt svolítið skemmtilegt. Mér finnst líka ágætt að fikta við tryggingar og þess háttar í sigi frekar en klifri til að byrja með, ef eitthvað gerist grípur prússikhnúturinn og allt er ok.

    En með klifrið: Ef ég gerist félagi í ‘Isalp eru þá klifurnámskeið í boði á góðum prís?

    Freyr

    #47795
    1210853809
    Member

    sæll Ívar
    Ég get séð það að sig er ekki sport en ég segi það fyrir mitt leiti kynntist klifri og búnaðnaði tengdu klifri í gegnum sig. Sig er vinsælt hjá ungum skátum (ég er skáti og kynntist þessu þar) og þeir leiðast oft út í klifur eftir að hafa stundað sig í svolítin tima. Mér finnst það þess vegna vera svolítið óábyrgðarfullt af þér að rakka sigið svona í svaðið og um leið kannski hafa áhrif á einhverja unga skáta sem koma hér inn til að sjá hvað “aðal fjallagarparnir” eru að gera. Ég allavega kom inn í þetta sport úr siginu og þekki mörg fleiri dæmi um það. Þetta er bara mín skoðun og var bara að miðla af þeirri sáralitlu reynslu sem ég hef til stráksins sem spurði en ekki til að styggja ykkur GURUANA.

    #47796
    Karl
    Participant

    Ágætur félagi minn og hjálparsveitarnörður (í þá daga) fór eitt sinn flatt á því að sýna SIG.
    Á 200 ára afmæli Akureyrarbæjar var hann ásamt öðrum slysavarnarköppum að síga af þakbrún niður á Radhuspladset á Akureyri að viðstöddum 2000 afmælisgestum. Gamla klifurlínan sem hann notaði til þess arna skrikaði til hliðar á þakkantinum og vinurinn tók 9,8m/s2 hröðun um stund þar til hann snarstopaði, mölbrotinn á hellulagðri gangstéttinni (stéttin slapp).
    Kappin var það hraustur að hann náði sér að fullu líkamlega en ég er ekki viss um andlegu hliðina því nokkrum árum seinna tók hann upp á því að hlaupa maraþon og víðavangshlaup af miklu kappi.

    Gamalgrónum Ísalpara, Jóni Viðar SIG. varð þá að orði eftirfarandi ambaga:

    Það sýndi sig
    þegar Íbbi sýndi sig
    að til að sýna sig
    þá þarf að æfa sig

    #47797
    0703784699
    Member

    Gaman gaman að sjá Hardcore aftur í essinu sínu og á réttri hillu. Maður var nú farinn að sakna skrifa hans. Vildi bara koma því að….kveðja Himmi

    #47798
    0310783509
    Member

    He he he… loksins gaman aftur á Isalp.is

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.