Klifurleiðir í Kjarnaskógi

Home Forums Umræður Klettaklifur Klifurleiðir í Kjarnaskógi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47448
    2808714359
    Member

    Ég var að tala við félaga minn sem starfaði lengi á tjaldsvæðinu að Hömrum í Kjarnaskógi. Hann vildi meina að einhverntímann hefðu einhverjir teiknað upp fullt af leiðum í klettunum fyrir ofan tjaldsvæðið.

    Við félagarnir á Akureyri vorum að spá í að bolta einhverjar leiðir þarna en það væri gott ef einhver klárari en við hefði teiknað upp leiðir sem við gætum farið eftir.

    Allar upplýsingar og ráðleggingar vel þegnar.

    kv
    Jón H

    #54417
    2806763069
    Member

    Það fyrsta sem þú þarft að vita er að maður boltar ekki “trad” leiðir. Þannig að ef einhver annar hefur klifrað leiðirnar (í leiðslu) þá getið þið ekki kifrað hana í lakari stíl (trad > bolta).

    Annars ekki grænan grun um Kjarnaskóg, aldrei komið þangað! En norðlendingurinn knái Siggi Tómi er örugglega að vinna að leiðarvísi um svæðið.

    Climb on!

    HARDCORE (skrásett vörumerki).

    #54418
    Skabbi
    Participant

    Palli Sveins er sá sem þekkir þetta svæði líklega best. Talaðu við hann, ég er viss um að hann er til í að gefa góð ráð varðandi frekari þróun á svæðinu.

    Allez!

    Skabbi

    #54425
    2808714359
    Member

    hmmm skil ég rétt að trad sé dót? Þ.e. að hafi einhver dótaklifrað leið má maður ekki bolta?

    kv
    Jón H

    #54426
    2806763069
    Member

    Sæll

    Já rétt til getið. Almenna reglan er sú að ef hægt er að klifra leið með náttúrulegum tryggingum (trad / dót) þá á ekki að bolta hana (þessari reglu er reyndar ekki alltaf framfylgt á íslandi).

    Sumar leiðir eru vissulega á mörkum þess að vera tryggjanlegar með dóti en ef sá sem setti upp leiðin gerði það á sínum tíma þá segir það einfaldlega að hægt sé að klifra leiðina á náttúrulegum tryggingum. Aðrir sem vilja klifra leiðina hafa þá ekki rétt til að breyta henni með því að bæta við boltum.
    Í sumum tilfellum hefur tíðarandinn breyst og mönnum þykkir eðlilegt að bolta leiðir sem hafa áður verið óboltaðar. Þetta er nokkuð sjaldgæft og er oftast gert með samþyki þess sem fór leiðina fyrstur.

    Með þessu er verið að halda leiðunum eins náttúrulegum og hægt er, en um leið verið að gefa íþróttinni færi á að þróast (með því að bolta innan eðlilegra marka). Þetta snýst einnig um að bera virðingu fyrir því sem áður hefur verið gert og að skilja að klifur er ekki bara spurning um likamlegt atgerfi og tækini, hausinn verður líka að vera í lagi! Að lokum snýst þetta um að virða rétt þeirra sem á eftir koma til að njóta alls þess sem kletturinn hefur uppá að bjóða, andlega og líkamlega.

    Ég vona að þessi langloka sé nokkurnvegin skiljanleg, en veit að fenginni reynslu að mér tekst ekki alltaf að koma þessu frá mér þannig að menn skilji hvað ég er að reyna að segja.

    Annars er ekki vitlaust að ræða þetta við Palla eins og Skabbi leggur til. Hann þekkir líklega bezt til þarna og á án efa eitthvað í flestum leiðunum.
    Ef þetta er svona svæði þar sem ekki var boltað þar sem menn einfaldlega höfðu ekki búnað eða verkfæri til þá eru gömlu kallarnir líklega til umræðu um það að vinsældir svæðisins og íþróttarinnar verði auknar með vel framkvæmdri boltun. Pöstin eru t.d. dæmu um svæði þar sem verulega hefur verið bætt við boltun og að því mér skilst hafa trad leiðir sem engin fór vegna þess að þær voru einfaldlega of hættulegar verið boltaðar, svo þetta er ekki óþekkt og getur verið verulega jákvætt.

    Ég vona amk að þetta verði ekki til að draga úr þér og þínum félögum, endilega að halda áfram að kanna nýja möguleika. Dótaklifur er svo að sjálfsögðu einn af þessum möguleikum.

    Climb on,

    Softarinn

    #54427

    Ég er sammála þessu…

    Metalhausinn

    #54428
    0704685149
    Member

    Mig minnir að meiri segja Doug Scott hafi klifrað einhverja leið fyrir ofan Kjarnaskóg þegar hann kom til Íslands 1986.
    Doug Scott klifraði einnig fyrir austan, Hrútsfjallstinda og Fallstakkanöf með klifurrottum þess tíma, eins og Snævarri, Helga Ben, Jóni Geirssyni og Þorsteini Guðjóns.

    Ég var því miður enn vitlausari en ég er í dag og fór ekki að horfa á, en ég er alveg viss að Palli Sveins man eftir þessu mun betur.

    Kalli, mannst þú ekki eftir þessu?

    kv. Bassi

    #54430
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er nú engin fullkomin heimildaskrá.
    Eina leiðin sem ég ber einhverjar taugar til er nefnd “Indiánin” og ætti að vera mjög augljós. Snildar leið sem hefur þó ekki verið farin oft.
    https://www.isalp.is/greinar/6-laestar-greinar/236-Indiáninn.html

    Ég er mjög hlintur boltum og verð bara glaður ef hún verður boltuð.
    Aðrar leiðir sem ég fór í kjarnaklettum voru mjög léttar brölt leiðir sem aldrei fengu nafn. Annað var farið í ovanvað vegna þess hversu vont var að tryggja klifrið.

    kv.
    Palli

    #54432
    2806763069
    Member

    Flott, þá hafið þið það, kjarnaskógur verður næsta sportklifursvæðið.

    Svo ég haldi áfram með að vera leiðinlega raunsær þá er ekki alveg fullkomlega einfalt að bolta. Það er hægt að bolta vel þannig að leiðir séu örugglar en á sama tíma spennandi og það er hægt að bolta illa þannig að það verði hættulegt að detta eða þannnig að einfaldlega sé leiðinlega mikið af boltum.

    Reynið endilega að grípa einhvern af reynslu boltunum til að hjálpa ykkur með þetta meðan þið eruð að fá góða tilfinningu fyrir þessu. Kannski Jökull sjái sér hag í að aðstoða við þetta. Svo er Siggi Tómi einn af þeim afkastamestu í þessum bransa og ætti að geta gefi einhver ráð ef hann á leið um.

    Í öllu falli alltaf gaman að heyra af einhverjum sem láta hendur standa fram úr ermum.

    kv.
    Softarinn.

    #54435
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, ófáar skoðunarferðirnar hef ég farið upp í Kjarna til að vega og meta dýrðina þar enda klettarnir flottir. Jójóa milli þess að vilja gera þarna übersvæði yfir í það að finnast þetta ómögulegt með öllu…

    Gallinn við þá er í fyrsta lagi að hæstu beltin eru frekar óaðgengileg sökum stalla fyrir neðan (klettarnir eru í nokkrum lögum með grassyllum á milli styttri hafta). Indíánasvæðið (í Arnarkletti) og Krossklettur (ofan við Hamra) eru einna skástir hvað það varðar og hæð/bratta á meginstálinu.
    Annar galli er að klettafésin eru almennt frekar fítuslaus og grip því einkum að finna í sprungum frekar en á köntum. Klifrið þarna verður því líklega töluvert í “trad” frekar en “sport”-stíl (með “stíl” meina ég þá klifrið sjálft frekar en tryggingartegundina).
    En við vorum búnir að smakka aðeins á Krosskletti og settum toppakkeri í tvær leiðir um árið í tengslum við skátamót, þar af var önnur alveg ágæt (Eiki tvíbbi getur sýnt ykkur hvar þetta er). Var með 1-2 potential leiðir þar í viðbót og nokkrar vinstra megin við Indíánann.

    En það sem þarf að gera er að gefa sér nokkra daga í að síga í þetta dót, hreinsa laust dót og smakka á potential leiðum með túttur og kalk að vopni. Ekkert vit í að bolta neitt fyrr en nokkuð öruggt er að um eigulega leið sé að ræða.

    Endilega drífa í að smakka á þessu. Þetta er slatta mikil vinna en það væri snilld ef þetta verður að nothæfu klifursvæði með 10-20 leiðum.

    Climb on…
    Hlakka til að fá frekari fréttir af þessu og býð fram þjónustu þegar ég verð næst á svæðinu, hvenær sem það verður.

    #54436
    eragnars
    Member

    Já það er vel líklegt að ég kanni þetta fljótlega hvort ekki sé hægt að bolta eihverjar leiðir þarna, búin að tala um þetta í mörg ár að koma upp boltuðum leiðum í kjarna enda einstaklega fallegt svæði til að klifra í. Það hafa alltaf verið einhverjar ástæður fyrir því 1lagi var formaður skóræktafélag eyfirðinga ekki ýkja ánægður með það að þetta yrði notað sem klifursvæði 2lagi er mikið um fuglavarp þarna 3lagi eins og Siggi sagði eru aðstæður ekki alveg nógu hagstæðar fyrir klifrara. En eins og sagði þá hef ég verið að spota nokkrar leiðir þá aðallega í svo kölluðum Hamrakletti sem er aðeins norðar en sjálfur kjarnaklettur. Þannig að ég sé fyrir mér að það verði hægt að klifra þarna næsta sumar þar að seigja ef framtaksemin sé til staðar

    Kveðja að norðan
    Eiríkir G. Ragnars

    #54437
    2808714359
    Member

    við höfum aðeins verið að skoða klettana beint fyrir ofan tjaldsvæðið að hömrum. Þar eru 2 boltuð toppakkeri en að öðru er eiginlega djöfullegt að komast að.
    Skógarvörðurinn er sko ekkert vandamál lengur. Í dag er Johan Holst yfirofurskógarvörður og samsveitamaður í Súlum. Síðast þegar ég nefndi þetta við hann spurði hann hvort við vildum stíg upp að klettinum. hann er að vinna í því að gera Kjarnaskóg að alsherjar útivistasvæði.

    kv
    Jón H

    #54438

    ÞAð er bara snilld að geta hjólað að og klifrað

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.