Home › Forums › Umræður › Klettaklifur › Klifur í SV-Frakklandi (Minervois og Pyreneafjöll)
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
30. June, 2006 at 13:40 #453341410693309Member
Var að koma frá SV-Frakklandi þar sem þeir Bjarni Nicolajsson og Haukur (ungi) Hafsteinsson heilsuðu upp á mig í vínhéraðinu Minervois. Þarna eru fjölbreytt og aðgengileg sportklifursvæði öll með kalksteini. Einkum voru þeir félagar hrifnir af la Cesse, nálægt bænum Fauzan (e-r upplýsingar á frönsku eru á http://www.escalades-toulouse.z0rglub.org/Escalade/Fauzan.html). Góð topo á bók eru að sjálfsögðu til um svæðin.
Eftir leti- og töluvert strandlíf í Minervois var haldið í frönsku Pyreneafjöll í héraðinu Ariége. Í héraðinu (gróflega áætlað um 100 fkm) eru eitthvað um 9 klifursvæði og hleypur fjöldi leiða á þúsundum! Er hægt að velja um granít eða kalkstein, sportklifur eða fjölspannaklifur, heit svæði eða svöl, allt eftir því sem menn vilja. “Tönnin” eða le Dent d´Orlu vakti óneitanlega áhuga okkar, en þar er um að ræða um 2300 m háan granítstapa (ath. jarðfræði) með yfir 1000 m fési til suðurs. Í fjallinu einu eru e-ð um 1100 spannir, sumar leiðirnar eru vel yfir 20 spannir og 1000 metra langar. N.g. upplýsingar um klifursvæðin, m.a. Tönnina, er að finna á vef alpaklúbbs heimamanna (http://cafma.free.fr) en góð topo eru til í völdum búðum í héraðinu.
Ódýrt er að komast suður eftir, t.d. með Ryan Air til Carcasonne frá Standset, en þaðan fer best á að vera á bíl. Tjaldstæði eru í flestum bæjum og er nóttin yfirleitt vel undir 500 krónum, matur og drykkur skammlaus …
Kv. SM
P.s.
Við komum að sjálfsögðu við í verslunninni Telemark-Pyrenées (Ax-les-Thermes) sem margir kannast núorðið við á Íslandi. Eigandinn sagði mér að fjallaskíðun hefði lokið í maí (byrjaði með grjótskíðun í nóvember) og hvatti landann til að hafa sambandi við þá í búðinni ef maður vildi fá upplýsingar um skíðafærið og aðstæður á þessum slóðum. Annars vorum við sammála um að þelamerkurbúnaður væri orðinn allt of þungur og löngu væri tímabært að vinda ofan af þróun síðustu ára. Læt hugleiðingar um það bíða betri tíma.2. July, 2006 at 21:36 #505620703784699Memberjá gaman að heyra að þið félagar höfðuð það gott…leiðinlegt að geta ekki hitt á ykkur, og leitt f. ykkur að missa af surfinu og strandarlífinu í Biarrtiz/Hossegor, en við eigum Tönnina og annað bara inni síðar. ´´Atti erfitt með að sætta mig við það að Airbus voru ofar á listanum yfir things to do en að skella sér í nokkrar öldur með mér.
Nú situr maður á hótelinu í BCN og heldur svo suður í hitann eftir helgi þar sem slappað verður af í Altea og kannski klipið í nokkra kletta með konunni það sem eftir lifir júlí mánaðr, enda feitur doðrantur með í för um klifur á Costa Blanca.
Vonandi nýtur þú ostanna og rauðvínsins þar sem strákarnir eru nú horfnir á vit ævintýranna heima á frónni, og gaman verður að heyra meira af þessum svaðilförum þegar heim kemur.
40 stiga hitakveðjur og pungsviti í samræmi við það,
Gimp
3. July, 2006 at 10:09 #505631410693309MemberJá, það voru víst talsverðar svaðilfarir í Mont Blanc … læt strákana um að segja frá því. Þótt við færum ekki lengstu leiðina í Tönninni (25 spannir – 1000 metrar) fórum við skemmtilega 300 metra leið í 7 spönnum (6a, TD). Virkilega skemmtilegur karakter í granítinu og ekki spilltu staðhættir fyrir … Eiginlega þyrfti að gera smá leiðangur á svæðið.
Loksins stytt upp á Íslandi þannig að í augnablikinu öfunda ég þig ekki af 40 gráðunum.
Kv. SM -
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.