Ég var að keyra frá Grindavík til Reykjavíkur og fór Krísuvíkurleiðina og var með augun opin fyrir klettum, fór reyndar aldrei útúr bílnum til að athuga, en ég sá nokkra kletta á leiðinni, þann fyrsta sem ég tók eftir var rétt fyrir aftan Svartsengi, svo voru einhverjir klettar á leiðinni, sýndist að þeir sem helst kæmu til greina væru frekar snemma á Krísuvíkurleiðinni.
Þar sem ég er nýr í sportinu og ekkert mentaður í grjótafræði þá langar mig að spyrja hvort einhverjir viti hvort eitthvað af þessum klettum séu klifranlegir eða hvort þetta sé allt laust í sér og hættulegt.