Ég frétti eftir krókaleiðum að Kristín Marta og Hjalti hefðu gert það aldeilis gott í klettaklifurferð í S-Frakklandi. Kristín Marta klifraði leið af gráðu 6c+ (samsvarar 5.11b/c) og er það erfiðasta klettaleið sem íslensk kona hefur klifið. Glæsilegt það, til hamingju!
Einnig ber að geta þess að Hjalti fór 7c+ (5.13a) í fyrstu tilraun auk fleiri afreka sem ég kann ekki skil á.
Til lukku með þetta, sjáumst á völlunum.
Kv, Andri