Á síðunni http://www.8a.nu má sjá að strákarnir á Spáni eru að gera það gott í El Chorro.
Kristó er búinn að rauðpunkta eina 8b (5.13d), eina 8a+ (5.13c) og eina 8a (5.13b). 8b leiðin er sama og Hjalti Rafn fór fyrir 2 árum, Oraculo í Makinodromo sektornum og gráðan er sú sama og á Ópus á Hnappavöllum, sem hann fór einmitt í sumar.
Eyþór er búinn að fara erfiðast tvær 7b+ (5.12c) í El Chorro en hann fór líka þá gráðu í Ceuse í sumar.
Hjalti Andrés rauðpunktaði hæst 7b+ (5.12c) í Frankenjura í haust. Veit einhver hvernig er búið að ganga í El Chorro hjá honum?
Bernd hinn þýðverski er með þeim líka en ég fann hann ekki á 8a.