Við Sædís fórum Kerlingareld í Svarfaðardal í gær í norðlensku blíðviðri
Þetta er virkilega flott og skemmtileg klifurleið sem óhætt er að mæla með. Ein flottasta klettaklifurleið landsins?
Jökull og Freysi boltuðu 3 nýja stansa í fyrra auk þess sem einn bolti var settur við illtryggjanlega krúxið í 4. spönn. Gott framtak hjá þeim. Nú eru reyndar tveir stansar með nokkra metra millibili ofan við 4. spönn.
Við enduðum á því að skipta 5. spönn upp í 2 spannir þar sem mikið rope-drag myndaðist við það að fara út á hornið í efri hlutanum.
Eftir að hafa spókað okkur á toppi berggangsins sigum við niður í þremur sigum.
Frábær dagur á fjöllum!
Berglind