Nú er eitt af þeim bestu telemarkfestivalum lokið. Utanbrautarfæri var með besta móti alla helgina og mjög erfitt að halda samhliðasvig keppni í svona frábæru veðri og færi, þar sem allir voru óðir í að skíða í stað þess að keppa. Garðbæingarnir stóðu sig vel í skipulagningunni á keppninni ásamt ræsinum, Valla.
Helstu úrslit eru að: Berglind Aðalsteinsdóttir vann samhliðasvig kvenna og hann Böbbi karlaflokkinn.
Maður mótsins var Ólver Helgos og kona mótsins var Maggý Gólos.
Á næstu dögum kemur smá grein um Telemarkfestival ’08.
Við þökkum öllum sem hjálpuðu okkur og ykkur sem mættu.
Cintamani búðin, Fallakofinn, 66N, Janus búðin, Penninn Eymundsson, Síminn og Útivera gáfu vinninga. Þökkum við þeim kærlega fyrir og viljum biðja ykkur að hafa þessar verslanir í huga þegar þið þurfið að kaupa vöru og þjónustu sem þessi fyrirtæki bjóða upp á.
kveðja Bassi og Böbbi og allir hinir.