“Þú færð ókeypis á marga Ísalp-atburði, afslátt í verslunum, ársritið og svo náttúrulega allar ferðirnar.”
Að öllu gamni slepptu, væri kannski áhugi á því að skipuleggja ferð á vegum klúbbsins í Alpana á næsta ári? Þar eru einfaldlega endalausir möguleikar og af nógu skemmtilegu að taka. Hef aðeins verið að þvælast þar um slóðir undanfarin ár og bara rétt kominn á bragðið! Dettur í hug að það væri ekki úr vegi að semja við náunga eins og Íslandsvininn Gregory Facon um að skipuleggja eins og vikuferð fyrir okkur Ísalpara og þá auðvitað á eitthvað aðeins “challenging” fjall/fjöll. Alveg pottþéttur náungi sem gaman er að þvælast með á fjöllum (og reyndar líka á börunum í Chamonix!). Veit að hann var t.d. að spá í að búa til ferð á Matterhorn næsta sumar og væri örugglega alveg til í að fá sem flesta þátttakendur í það dæmi með sér. Auðvitað er síðan fullt af öðrum möguleikum sem gaman væri að skoða. En ef ekki á vegum Ísalp þá má svo sem benda mönnum á aðra frábæra möguleika, t.d. “www.alpin-ism.com” og “alpine-guides.com”. Datt þetta annars svona bara í hug …!