Sá sögulegi atburður átti sér stað á árshátíð ÍSALP að tröllið hann Jón Haukur vann stóladansinn. Þetta er spurning hvort hann þurfi ekki að fá sér hillu undir bikaranna sem hann hefur unnið þetta árið, en hann vann verðskuldað bikar á telemarkfestivalinu. Snillingurinn færir stoðir undir að “margur er knár ….”.
Annars þá fór árshátíðin friðsamlega fram. Reynt var að elta sólina uppi í portinu og grillað úti. Þegar líða fór á kvöldið fór lýðurinn í hús og græjurnar blastaðar. Um 14 manns mættu, drukku, borðuðu, skemmtu sér við söng og spiluðu partýspilið í drykklangastund. Halli Argríms. spilaði hvern slagarann. Uppúr miðnætti var farið í bæinn og eftir það er óljóst hvað gerðist ….
Þakka Jón Hauki, Kristjáni Guðna og Valla fyrir aðstoðina.
Ekki missa af þessari gleði að ári.
– Stebbi