Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2021-22
- This topic has 17 replies, 7 voices, and was last updated 2 years, 9 months ago by Gunnar Már.
-
AuthorPosts
-
26. November, 2021 at 13:37 #77251Gunnar MárParticipant
Alveg að koma desember og tímabært að starta þessum þræði.
Fórum nokkur úr HSSR í Miðgil í Vesturbrúnum síðustu helgi í frekar þunnum aðstæðum en samt skemmtileg ævintýraleið.
Vopnin kvödd og Welcome to Iceland voru byrjaðar að myndast en virtust nokkuð þunnar.- This topic was modified 2 years, 12 months ago by Gunnar Már.
27. November, 2021 at 15:15 #77270Gunnar MárParticipantFór Weird Girls í Skálafelli í dag. Frekar mjúkur og aðeins opinn í efsta haftinu. Auð klifranlegur en ekki alveg optimal trygginga möguleikar.
- This reply was modified 2 years, 11 months ago by Gunnar Már.
27. November, 2021 at 15:41 #77272Gunnar MárParticipantMynd fyrir áhugasama
27. November, 2021 at 15:51 #77273Gunnar MárParticipantMyndin – Get ekki eytt innleggi eða breytt
Attachments:
5. December, 2021 at 19:50 #77393BjarkiParticipantTíbrá í Brynjudal var klifin 4.12.2021 ágætum aðstæðum þó að eitt haft hafi verið klífanlegt en varla tryggjanlegt. Sólstafir sem er hliðin á leit einnig út fyrir að vera vel klífanleg.
Síðan keyrðum við að skoða Múlafellið og litu margar línur út fyrir að vera komnar í aðstæður og skilst mér að einhverjir hafi verið að klifra þar 4.12.2021.
7. December, 2021 at 21:53 #77405ÖddiParticipantDauðsmannsfoss var klifin í frekar döprum aðstæðum í dag. Á mörkum þess að vera klifranlegur, mjög opinn. Sást lítið í annan ís í kjósinni en eitthvað í Hrynjanda en erfitt að segja með þessa snjóföl yfir ísnum.
Er einhver búin að fara í fleiri ístúra undanfarið?13. December, 2021 at 10:31 #77469SissiModeratorVið Freysi fórum í bíltúr á föstudaginn 10, desember. Fórum í Skálafell, vorum komnir í 4 psi rétt fyrir planið. Kíktum upp að KR svæði og skoðuðum Skálafellsfoss í dróna. Leit ekki sérstaklega spennandi út.
Kíktum í Kjósina og skoðuðum Áslák. Hann var opinn í miðjunni og ekki í aðstæðum. Leiðirnar fyrir utan Flugugil í Brynjudal voru þunnar. Múlafjall leit alveg þokkalega út.
En nú er búið að hlýna mikið og spurning hvað verður um þetta allt saman.
28. December, 2021 at 08:25 #77707Otto IngiParticipantÉg, Baldur, Palli og Siggi Tommi fórum Þilið í Eilífsdal 27.12.2021.
Ágætt færi til að jeppast inn dalinn ef menn treysta sér í það, að minnsta kosti rúmlega hálfan dalinn þar sem við týndum slóðanum. Smá viðvörun, það er búið að ýta upp grjóthrúgu á veginum mjög snemma, það er ástæða fyrir því, áin hefur greinilega farið þarna yfir og þarna er frosið 30-50 cm djúpt vatn, vel hægt að festa sig þar (tala af reynslu). Maður þarf að læðast meðfram girðingunni aðeins fjær ánni, eiginlega ekki slóði samt.
Labbið inn eftir var fínt, enginn snjór í dalnum og snjórinn í aðkomubrekkunni var grjótharður og engin snjóflóðahætta akkúrat núna.
Klifrið var alveg upp á tíu og Þilið gaf allt það besta. Flottur ís og hengjan í toppinn var vel hörð.
Einfarinn, allar tjaldsúlurnar (ekki tjaldið) og Þilið allt í flottum aðstæðumMyndir í opnu facebook albúmi hér
18. January, 2022 at 11:51 #78127BjarkiParticipantFór í Grenihlíðina í kjósini 15.1.22 og þar var nánast allt komið í flottar aðstæður. Fór síðan í glymsgil 16.1.22 í neðstufossna þar, þeir voru alls ekkert í aðstæðum. Keyrðum einnig í brynjudal, þar ásamt í múlafellinu var eitthvað að leiðum komin í aðstæður.
19. January, 2022 at 10:13 #78139Gunnar MárParticipantKlifraði Grafarfoss 15.1 í fínum aðstæðum. Góður mjúkur ís en en mjög blautur og örlítið opinn efst. Fínar tryggingar. Hefði verið best að vera í pollagalla á tímabili.
27. January, 2022 at 12:56 #78313BjarkiParticipantSvona leit múlafjall út 24.1.2022
27. January, 2022 at 12:58 #78314BjarkiParticipantMyndin var of stór til að uploda en hérna er linkur á myndina:
https://www.dropbox.com/s/4ac0agz0x07s0dv/2022-01-24%2014.53.15.jpg?dl=07. February, 2022 at 14:27 #78425Otto IngiParticipantFórum Ýring í gær í flottum aðstæðum. Gátum byrjað alveg í neðsta hafti og klifruðum upp á topp. Það var minna af ís norðanmegin í dalnum heldur en ég hafði búist við, mögulega einhver vatnsskortur, mýrin frosin eða eitthvað, verður kanski orðið flott næstu helgi.
Myndir hér9. February, 2022 at 22:43 #78493Gunnar MárParticipant55 gráður var hálfgert snjógil í dag fyrir utan kertið efst sem var í fínum aðstæðum. Snjórinn fyllti alveg í skoruna bakvið kertið. Tvíburagil leit mjög vel út. Kertin í mixleiðunm milli efri og neðri Tvíburagilsfossa ná ansi langt niður
13. February, 2022 at 17:52 #78565Gunnar MárParticipantFórum Ýring í gær. Mjög mikill snjór í gilinu, alveg upp að mitti á köflum. Ísinn mjög köflóttur. Sumsstaðar þunn himna og frauð undir, annarsstaðar góður en stökkur ís og blautur ís þar á milli. Semsagt frábær dagur á fjöllum.
15. February, 2022 at 21:41 #78607Bergur EinarssonParticipantDálítið síðbúinn aðstæðupóstur. Létum Grafarfossinn, fjarskafallegan úr Mosfellsbænum, glepja okkur seinasta föstudag (11.2.). Tókum sneiðinginn upp til vinstri þvert yfir hann. Neðri spönnin var eins og við er að búast talsverð vinna við að moka smá og berja skel en alltaf hægt að koma skrúfum í góða bunnka. Efri spönin var svo mjög fín og þá a.m.k. ekki orðin sólbökuð til neinna vandræða. Sigum svo úr boltunum og niður orginalinn en hann er ekkert nema skel, snjór og hengja á miðri leið.
18. February, 2022 at 19:03 #78679DoddiParticipantÉg og Jón Haukur Tókum styttingu vinnuvikunnar snemma í dag og skelltum okkur í Nálaraugað í Búhömrum. fullt af ís og skemmtilegt klifur. Náðum Kópavogur – Nálaraugað upp og niður – Kópavogur á 3,5 klst.
Snilldar skottúr eftir vinnu.
Ef einhver er á leið þarna á næstunni þá má alveg splæsa í nýja lása í boltaða stansinum. En leiðin er skemmtileg og meira krefjandi en hún lítur út fyrir að vera.
nokkrar myndir hér19. February, 2022 at 16:54 #78691Gunnar MárParticipantFórum Nálaraugað í dag, 19.2. Sömu fínu aðstæður og þið lýsið í gær. Töluverður vindur (25m/s í hviðum) en ágætt skjól fyrir austanátt þarna í skorunni. Frábær leið og gott að skreppa i þetta.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.