Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifur um síðustu helgi
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
21. December, 2004 at 13:17 #45249Stefán ÖrnParticipant
Aðstæður um síðustu helgi hafa væntanlega verið með því betra sem sést hefur í vetur. Engu að síður hefur lítið frést af afrekum/aðstæðum helgarinnar. Varla voru allir uppteknir heima fyrir?
Koma svo og deila með öðrum hvað var gert og hvernig aðstæður eru/voru.
S
21. December, 2004 at 14:17 #492291704704009MemberJá, ég skal bara byrja. Á laugardag fórum við Rúnar Pálmason í Grannann og skemmtum okkur mætavel. Reyndar lítill ís ofarlega í fossinum en alveg klifurhæfur.
Strax daginn eftir fór ég ásamt Haraldi Erni og Ingvari Þóris í Grafarfossinn og var það nú stuð í lagi. Nægur ís þar og allt í fína. Hressandi veður, skaf og fjúk – öll föt frusu stíf og línurnar urðu sömuleiðis beinstífar.21. December, 2004 at 14:37 #49230SissiModeratorÝringur var skemmtilegur á laugardaginn, fór með Freysa og Retro (Bjögga). 3 spönn eðal. Kertið í 4 spönn var ekki í aðstæðum og ekki heldur efsta spönnin, þunnt, kertað og stökkt = beiluðum.
Glymsgil var þokkalegt á sunnudaginn, ekki komnar neinar mega-aðstæður þar samt. Ágætt í leiðinni sem við Freysi klifruðum samt, vinstra megin við hornið áður en gilið verður alveg þröngt.
Sissi
21. December, 2004 at 15:14 #492310703784699Member5 manna hópur arkaði inn Villingadal og klifu þar vinstra megin í tveimur team-um. Hægra megin var ekki í neinum spes aðstæðum, en það myndaðist flott kerti í miðjunni sem gaman hefði verið að fara, en því miður að þá var hjartað ekki til staðar.
Ísinn var frekar skrítinn, allt frá því að vera frauð þar sem skúfunum var ýtt inn, í blautan ís og svo harður á kafla. Mikið rennsli var undir ísnum, og voru nokkur göt sem náðu inn að klett og var um 20 cm bil sem skildi að ísinn og klettinn, axirnar fór langt inn sumstaðar en þetta voru ekki neinar súper aðstæður, erfitt að finna megintryggingu sem maður treysti á. Skemmtilegur dagur!!!
Á niðurleiðinni gaf að líta stallana sem eru vinstra megin í hlíðunum þegar gengið er inn dalinn, og var þar mikið um ís!!!
Himmi
21. December, 2004 at 15:25 #492323008774949MemberKíkti í fjallið á laugard og það var ótrúlegt en satt fínt færi þótt ekki væri brekkan löng (ármannslyftan)
Siggi Skarp
21. December, 2004 at 15:27 #492332502614709ParticipantGott að sjá að einhverjir hafa verið á ferli. Við Halli klifum einnig Rísanda á laugardaginn það var alveg súper smá bleyta en góða aðstæður. Sáum einn bíl á bílastæðinu en enga klifrara. Nú þarf maður bara að læra að vefa og setja myndir á vefinn kannske maður noti jólafríið í það.
21. December, 2004 at 15:29 #49234Siggi TommiParticipantJá sorry Stephanovitsch og aðrir sem vilja fræðast um aðstæður.
Ég og Ágúst jarðköttur fórum í Flugugil í Brynjudal á laugardaginn og var það bara helvíti fínt.
Reyndar verður nú seint talist að aðstæður þar séu orðnar eins og best verður á kosið.
Fórum þó eina 40m 3. gráðu leið frekar utarlega í gilinu (veit ekkert hvað þetta heitir en þetta var í 2. geilinni til vinstri) og var það mjög fínt. Ísinn alveg þokkalega þykkur og gott í honum.
Svo fórum við eina frekar þunna og kertaða 3.-4. gráðu ca. 200m innar og var það mjög fínt. Snilldarklifur en frekar erfitt að tryggja neðri partinn en efri parturinn var þykkari og ekki eins brattur.
Svo fórum við upp eina frekar dræma 3. gráðu enn ofar (rétt áður en stóri hylurinn lokar gilinu). Hún var mjög blaut og ekki mjög spennandi.
Snjór var með minnsta móti í gilinu og því meira sem þurfti að vaða en t.d. þegar við fórum í jan/feb í fyrra (augljóslega…). Vorum knappir á tíma (komnir í bíl rétt efitr myrkur) svo við náðum ekki að fara inn fyrir hylinn til að skoða stærri leiðirnar inni í botninum. Sáum þó eina efst í vesturkantinum, rétt innan við hylinn) og var hún mjög flott og virtist vera klifranleg þó svo ég myndi sennilega aldrei þora því…En s.s. ekkert að því að fara í Flugugilið enda á fáum stöðum sem er jafn þægileg aðkoma að ísleiðum.
Það á að fara að frysta aftur á morgun svo þetta hlýtur að verða orðið fínt á nýju ári.
Góða skemmtun.
22. December, 2004 at 09:13 #492352806763069MemberVar líka inni í Glymsgili á sunnudaginn. Fór reyndar inn í eitthvað hliðargil en sá ekki betur en Glymur og Þrymur væru í góðum gír, og fara víst bara batnandi. Reyndar verður að síga niður því áin er nánast ekkert frosin.
Svo rak ég augun í áhugaverða auglýsingu frá Dynjanda þar sem þeir auglýstu petzl Myo höfuðljós á 2.990kr. Líklega ódýrara en é evrópu sem er ekki slæmur díll. Hver segir svo að þetta dót þurfi að vera svona dýrt alltaf?
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.