Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifur um helgina í stað festivals
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
18. February, 2010 at 15:01 #47545Freyr IngiParticipant
Vek athygli á nýjustu fréttinni hér að ofan.
Annars er stefnan tekin í norðurland um helgina, myndirnar sem teknar voru í gær sýna þónokkrn ís í Kinninni. Svo er bara spurning í hvaða fasa hann reynist þegar norður er komið.Eins og allamargir vita er prýðis gistingu að hafa á Björgum og tekur húsið, tjah man það nú ekki alveg en alla vega slatta í gistingu svo að þið ykkar sem höfðuð hvort eð er planað helgarferð með ísklifurívafi ættuð að skoða þennann kost.
Í það minnsta eru ég, Gummi T, Arnar & Berglind að plana norðurferð.
Norðanmenn, eruð þið ekki í fíling?
kv,
Freyr Ingi
868-875418. February, 2010 at 23:04 #552010801852789MemberNorðanmenn eru í gríðarfíling.
Má segja að nett Aspen stemming leynist hér enda var bara celeb stemming í Akureyrarlaug áðan.
Mjög gott skíðafæri í Hlíðarfjalli enda bætir í hvítagullið með hverjum deginum.
Erum að fara fullt af liði í massífa fjallabjörgunaræfingu á Sunnudag sem verður tekin á “north face” Kerlingar þannig að súluliðið verður eflaust lítið í ísnum um helgina en eflaust hugur í einhverjum.Endilega komið með fréttir af aðstæðum.
20. February, 2010 at 19:58 #552042808714359Memberahhhh sá þennann póst of seint.
Ég reyndi við Hlíðarfjall í dag en því miður var það hertekið eina ferðina enn af sunnlendingum. Mér finst ekki gaman í fjallinu þegar maður þarf að leggja niður í bæ og röðin í stólalyftuna nær til Dalvíkur.
Ég og Finni tókum því létt ísklifur í Munkanum. Þar eru nokkrar stuttar leiðir og klifruðum við leiðina rétt fyrir ofan brúnna. Sem betur fer höfðum við vit á að prófa hana í ofanvað því hrundum niður úr mjög svo tæpu kertinu nokkrum sinnum. Ég mæli með að þessi leið verði skírð Cliffhanger ef ekki er komið nafn á hana.
Í einu dettinu missti Finni fæturna og vinstri hendina og hékk út af kertinu í lausu lofti bara á hægri hendi. Honum tókst þó að hífa sig upp og ná taki á hinni öxinni sem var enn föst í ísnum. Þetta minnti mjög á eitt atriði í hinni stórkostlegu mynd Cliffhanger.Annars er með mig eins og Magga, verð trúlega á norðurfési Kerlingar á sunnudag.
kv
Jón H20. February, 2010 at 21:41 #55206AtliMemberÉg og Stebbi nokkur fórum í suðurhlíð kistufells áðan, fórum upp eitt af gilunum þarna, sem ég hef ekki hugmynd hvað heitir. Nóg var að klifranlegum ís fyrir svona byrjendur eins og okkur.
Atli Guðjóns
22. February, 2010 at 10:25 #55212Freyr IngiParticipantAha Kistufellið er prýðis vettvangur fyrir þá sem vilja komast í alpafíling, mjög gott!
Við fjórmenntum í Haukadal að kveldi fimmtudags og gistum í bændagistingunni að Stóra Vatnshorni.
Morguninn eftir var dimmur, él og vindur. Skoðun úr bíl leiddi í ljós að ís var helst til fátæklegur svona almennt séð. Fundum okkur þó viðfangsefni í skálinni beint fyrir ofan bæinn Hamra. (Man ekki nafnið á skálinni)Næst var stefnan tekin á norðurlandið eða nánar tiltekið á Kinnina.
Töluverður nýr snjór var á svæðinu sem hafði áhrif á aðkomu og leiðarval. Að vísu má segja að ísmagn hafi líka haft töluvert um leiðarval að segja en flestar leiðirnar hanga uppi, eru bara í “krefjandi” aðstæðum um þessar mundir.Gaman að þessu.
Freyr
22. February, 2010 at 10:28 #55213Páll SveinssonParticipantÞað er ein mjög góð mælistika á ísaðstæður í kinni.
http://www.flickr.com/photos/11245473@N02/4365856318/sizes/o/in/photostream/tekin 17 feb.
22. February, 2010 at 13:07 #55215SkabbiParticipantHæ
Var í Haukadalnum um helgina í öldungis frábæru veðri og skyggni. Ísmagn var þokkalegt, þó var sýnilega minnst í Skálagili. Töluverður ís var sjáanlegur í Stekkjargili og Bæjargili. Freyr, voruð þið í Stekkjargilinu? Við fórum línur utan þessara hefðbundnu gilja fyrir ofna Hamra og eyðibýlið Jörfa. Vel tekið á móti okkur í Stóra Vatnshorni eins og alltaf.
Allez!
Skabbi
22. February, 2010 at 14:40 #55216siggiwParticipantég ákvað að kíkka inn í hvalfjörð og endaði inn í brynjudal nánar tiltekið þrándarstaðar fossum þeir voru mjög blautir var því með top rope en þetta var samt skemtilegt. fór þarna tvær línur og þurfti að beita brögðum til að komast upp því þetta var soldið brothætt en komst upp vel blautur
kv.siggi villi
ps. hvernig er það einhver stemning fyrir festivalinu einhverjir stakir?23. February, 2010 at 14:08 #55219SkabbiParticipantSiggi
Getur verið að netfangið (sigurdurvj08@u.is) þitt sé vitlaust skráð hérna? Reyndi að senda þér póst en fékk hann í hausinn aftur.
Skabbi
23. February, 2010 at 14:16 #55220siggiwParticipantjább passar það á að vera @ru.is
23. February, 2010 at 14:57 #55221Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantÁ laugardag fór ég á fjöll ásamt Bergi og Tomma úr Hafnarfirði. Í bjartsýniskasti brunuðum við upp í Þórisjökul og enginn var ísinn þar. Í staðinn fóru við í Botnsúlur og klifruðu norðurhlið Háusúlu. Það var hið skemmtilegasta klifur í frábæru umhverfi og snilldar veðri.
23. February, 2010 at 16:44 #552221908803629ParticipantHvernig er með Botnsúlur, er urmull af valkostum þar og er til eitthvað topo?
(Ég gekk upp á Vestursúlu um helgina, loksins eftir margra ára fyrirætlanir að heimsækja súlurnar, og gerði mér fyrst þá grein fyrir því hversu magnaðar þær eru – og er spenntur fyrir alvöru action þar.)
23. February, 2010 at 17:20 #55223Ágúst Þór GunnlaugssonParticipantSæll nafni. Heyrðu já það er fullt af skemmtilegu hægt að gera þarna. Við gengum upp frá Hvalvatni og þaðan er ekki nema klukkutíma gangur að Súlunum. Klifrið var það sem ég býst við að kallist skoskt. Þunnur ís utan á klettunum og hart “neve” þess á milli. Frekar tortryggt (lesist tveir sæmilegir fleygar og ein drasl skrúfa á 50 metra spönn). Klifrið sem við völdum var nú samt frekar létt þannig að þetta var allt í lagi. Tvær spannir af klifri skiluðu okkur á toppinn rétt fyrir sólarlag.
Setti inn nokkrar myndir hér.
Man ekki eftir neinum leiðarvísi, sem gerir þetta bara ennþá áhugaverðara.
bk. Ági
24. February, 2010 at 10:44 #552331108755689MemberÞað eru leiðarvísar um botnssúlur í ársritum 1979 sem aðgengileg eru hér a vefnum fyrir meðlimi undir efni. Gamlir, en fullt af fróðleik.
B
24. February, 2010 at 21:02 #552470304724629MemberSmá vídeó frá því á sunnudaginn. Flott ný leið í Önundarfirði. Nafnið á leiðinni er í höfuðið á eyðibýlinu sem sést í upphafi.
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.