Home › Forums › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísbíltúr…
- This topic is empty.
-
AuthorPosts
-
21. October, 2008 at 18:53 #46716RobbiParticipant
Ági gerðist svo ljúfur að bjóða mér með í ískönnunarleiðangur í dag. Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:
Grafarfoss: Tæpur, ísinn virðist ekki loða við klettinn svo það er einhver bið í hann ennþá.
Tvíburagil: Komið í mixaðstæður, og jafnvel hægt að klifra án klettarygginga.
55°: Aðeins þynnra en í Tvíburagili, en í mix aðstæðum.
Blikdalur: Neðri hlutinn af klettabeltinu virtist vera spikfeitur, en eitthvað þynnra í efripart.
Eilífsdalur: Þilið nær ekki saman (kemur ekki á óvart), einfarinn var afar íslítill. Það eina sem virtist vera hægt að spæna í var miðsúlan, en hún var samt óheyrilega kertuð, mjög þunnur neðripartur.
Flugugil: Enginn ís að ráði.
Múlafjall: Já þar erum við sko með bingó ! Rísandi er í þunnum aðstæðum, Stígandi er í aðstæðum. Leikfangaland er fyrir fullorðna, Frosti var með mega regnhlífum og leit út fyrir að vera afar brattur. Íste svæðið er ekki komið í aðstæður, þó er hægt að skrambla í leiðinni hægra megin við Pabbaleiðina (það eru nokkrir boltar í henni)og svo líta stuttu leiðirnar lengra til hægri þokkalega út. Nokkrar línur fyrir miðju fjalli, hægra megin við schottish leader, líta vel út. Þær eru þunnar og kertaðar en það er bara gaman.
Kjósin: Spori virtist vera kleyfur…það sást allavega einhver ís þar innfrá. Veit ekki alveg hversu mikið.
En um helgina myndi ég veðja á Blikdal eða Múlafjall, þ.e.a.s ef það kemur ekki einhver massa hláka. Ekki var gengið upp að neinum leiðum heldur voru þær skoðaðar með kíki frá þjóðveginum.
Muniði: maður gerir ekki neitt fyrir neinn, sem gerir ekki neitt fyrir neinn.
Robbi.
22. October, 2008 at 11:11 #53169SkabbiParticipantDuglegir!
Það er viðbúið að Villingadalur verði í firnafínum aðstæðum um helgina, enda liggur hann hærra. Fari svo að frostið haldi ekki í Múlafjalli fram að helgi er Villingadalurinn líklega skársti kosturinn fyrir okkur borgarbúana.
Allez!
Skabbi
22. October, 2008 at 16:04 #53170RobbiParticipantÆtlar enginn í ísklifur um helgina. Koma svo…skapa smá stemningu.
robbi
22. October, 2008 at 23:34 #531712205892189MemberSpennandi, töff að komast í ís um helgina, eftir frábæra upphitun seinustu helgi í Sólheimajökli í sól og blíðu.
Ási
23. October, 2008 at 12:38 #53172SkabbiParticipantHæ
Er þá ekki bara kaffi á Select klukkan 8 á laugardaginn? Blikadalur, Múlafjall og ef allt um þrýtur, Villingadalur.
Ég verð þar allavega með ólgandi kaffi og croussant…
Skabbi
23. October, 2008 at 16:38 #531731902834109MemberMæti ferskur í kaffi á Select á laugardaginn
Gunni
25. October, 2008 at 18:16 #53174Freyr IngiParticipantJæja hverjir gerðu hvað í dag?
Einhverjar nánari lýsingar á aðstæðum?
Ég held bara að maður kíki aðeins út á morgun.
Ferskur í kaffi á Nesti á morgun
(miklu betra kaffi en á Select sko)FIB
-
AuthorPosts
- You must be logged in to reply to this topic.