Ísaðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47428
    2003654379
    Member

    Klifruðum Dreitil í Skarðsheiði (Skarðshorni ?) í dag í fínum aðstæðum,Viðar,Ívar.
    250 m af gæðaklifri,mæli með þessu :)

    #57586

    Fór í dag ásamt Arnari Emils og Grétari í norðurvegg Heiðarhorns. Við keyrðum alveg upp að veggnum án þess að hleypa úr og stytti það gönguna umtalsvert þó ekki sé meira sagt. Klifruðum lænu sem er ekki í leiðarvísi, 3 fullar 60 metra spannir upp klettabeltið vinstramegin við Jónsgil. Klifrið var um 3+, nægur ís en stökkur og harður. Kláruðum svo langa snjóbrekku upp á topp og í sólskynið. Skokkuðum á toppinn og svo niður og vorum komnir í bæinn um kaffileitið. Allir norðurveggirnir eru í svakalega góðum aðstæðum.

    [attachment=421]leid.JPG[/attachment]

    #57587
    Siggi Tommi
    Participant

    Er kominn svona fínn rauður fáni þarna uppfrá? :)

    #57589

    Já við settum hann upp við hliðina á endurvarpanum sem er þarna uppi.

    #57594
    Skabbi
    Participant
    Viðar Helgason wrote:
    Klifruðum Dreitil í Skarðsheiði (Skarðshorni ?) í dag í fínum aðstæðum,Viðar,Ívar.
    250 m af gæðaklifri,mæli með þessu :)

    Dreyri?

    töffstöff, engar myndir?

    Skabbi

    #57596
    2003654379
    Member

    Dreyri var það,rétt hjá þér Skabbi.Ívar er með myndefnið,sjáum hvað Hardcore gerir í málinu.

    #57604

    Hérna er smá video frá laugardeginum

    https://vimeo.com/38747686

    Ági

    #57624
    Arni Stefan
    Keymaster

    Svona leit Eilífsdalur út frá Valshamri í dag.

    Sportklifursísonið er sömuleiðis formlega hafið…

    #57665
    Sissi
    Moderator

    Mánudagur 9. apríl – er einhver að pæla í þessu ennþá?

    560789_10150798566832152_654487151_11637055_897334898_n.jpg

    #57673
    Freyr Ingi
    Participant

    Skarðsheiði bauð upp á skemmtilegt Skarðsheiðarklifur í dag.

    Eitthvað hefur grynnkað á ísnum en hann er langt frá því að vera horfinn.
    Dreyri var sýndist t.d eitthvað slappur neðarlega en slatti af fínum ís og frosnum snjó í Jónsgili í Heiðarhorni.

    #57687
    Gummi St
    Participant

    Við Addi og Ingvar fórum í norðurvegg Heiðarhorns í dag og voru aðstæður frábærar, aðeins austar en það sem þið fóruð um daginn, þarnar eru þrjár rennur, við fórum þá vinstri alveg uppá topp.

    Endalaust fjör

    #57701
    1207862969
    Member

    Ég og Rúna fórum sömu leið og Gummi og félagar, upp norðurhlíðar Heiðarhorns í gær.

    Rosalega flottur dagur og toppaðstæður til klifurs.

    #57702
    1207862969
    Member

    Ég og Rúna fórum sömu leið og Gummi og félagar, upp norðurhlíðar Heiðarhorns í gær.

    Rosalega flottur dagur og toppaðstæður til klifurs.

    [attachment=445]P1040803.JPG[/attachment]

Viewing 13 posts - 1 through 13 (of 13 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.