Ísaðstæður

Home Forums Umræður Ís- og alpaklifur Ísaðstæður

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #46288
    1811843029
    Member

    Halló og gleðileg jól!

    Fór eitthver að lemja ís í dag? Eða fór kannski eitthver í jólabíltúr að skoða ís?

    Eitthvað að frétta af aðstæðum á SV horninu?

    Jólakveðja,

    Atli Páls.

    #58067
    Otto Ingi
    Participant

    Sælir og gleðileg jól,

    Ég, Biggi og Arnar skelltum okkur í Áslák í kjós í dag. Rosalega blautt en við gátum farið lengst til vinstri og sloppið við mestu sturtuna. Hlákan hefur unnið helvíti mikið á ísnum þarna í kjós, Spori sem dæmi virtist vera frakar þunnur…en klifranlegugur þó.

    kv.
    Ottó Ingi

    #58068
    Arni Stefan
    Keymaster

    Það voru glimrandi klettaklifursaðstæður á aðfangadag. Við Rúna og Helgi skelltum okkur í Svarta turninn til að hita upp puttana fyrir átökin við pakkana.

    #58069
    AB
    Participant

    Við Guðmundur Logi fórum í Tvíburagil í dag. Þar hittum við fyrir Berglindi og Heiðu. Gilið er fremur íslítið en þó eru nokkrar leiðir færar. Við þurrtóluðum „Helvítis fokking fokk“ upp að efsta bolta en leiðin er svo að segja íslaus. „Ólympíska félagið“ reyndist vera í góðum en krefjandi aðstæðum. Hvorugur Tvíburafossanna, efri og neðri, er í aðstæðum.

    55° virtist þunn, séð úr fjarska.

    Kveðja,
    AB

    #58070
    3103833689
    Member

    Já það var fersk stemmning í Tvíburagilinu í dag. :)

    Skildi eftir frosna karabínu í efsta bolta í Ólympíska félaginu. Ef einhver með heitan tedreitil á leið hjá boltanum á næstunni þá væri mjög vel þegið að sá hinn sami gæti losað bínuna og komið henni til mín. ;) …lofa að splæsa stórum bjór á hetjuna!

    #58073
    Sissi
    Moderator

    Gleðileg jól.

    Undirritaður fór ásamt Skarphéðni og Björgvini í Flugugil í Brynjudal, menn vildu fá smá tilbreytingu frá Múlafjalli. Það er fremur þunnt og blautt um að litast neðarlega í gilinu en aðkomuhöftin að Óríon voru fær.

    Óríon sjálfur var nokkuð hress, testofan flott þó að sumir hafi pissað á teppið, ekki mikið rennsli í fossinum en svolítið fönký ís á kölum og loks snísklifur fyrir ofan bratta kaflann.

    Nokkrar myndir: https://picasaweb.google.com/104240981616495770314/OrionIBrynjudalAAnnanIJolum

    Kveðja,
    SF

    #58074
    2210803279
    Member

    Fór með Gauja að Spora á Þorláksmessu. Fossinn var alveg ber að neðan en með smá hjúp efst. Klifruðum í staðinn smá lænu sem varla nær 3.gráðu, kannski 30m, alveg syðst/austastinní hvilftinni. Yfirleitt er hún sennilega snjópökkuð en núna var þetta eini klakinn á svæðinu.

    #58077
    Sissi
    Moderator

    Áslákur var klifranlegur í bleytunni í dag, kíktum í hópferð Baldur, Björgvin, Guðlaugur Ingi, Védís og undirritaður.

    Stuð.

    [attachment=519]slkur.JPG[/attachment]

    #58081
    Arni Stefan
    Keymaster

    Við Haukur Már og Viktor kíktum í Nálaraugað í Búahömrum í blíðunni í dag. Leiðin er fær en væri seint kölluð feit. Mjög skemmtileg engu að síður. Við höfðum með klettarakk sem kom að mjög góðum notum.

    Löbbuðum svo niður Tvíburagil til að tékka á aðstæðum og þar er allt löðrandi í ís svo við stóðumst ekki mátið og skellum okkur í efri fossinn áður en við fórum niður. Báðir Tvíburafossarnir eru spik feitir og Ólympíska félagið nær niður (bara rétt svo samt) og vantar ekkert mikið upp á að það væri hægt að fara þá línu bara á ís.

    [attachment=518]1_2013-01-01.jpg[/attachment]

    #58084

    Fáránlega mikill ís í Tvíburagili, vá! Hef aldrei séð þetta svona.

    Við Skabbi paufuðumst upp Grafarfoss og síðan Kókostréð í dag í blíðunni, sem er víst á undanhaldi því miður.

    – b

    #58089
    2109803509
    Member

    Já rugl. Var nánast íslaust fyrir viku síðan!

Viewing 11 posts - 1 through 11 (of 11 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.