Hvenær á að nota hjálm og hvenær ekki

Home Forums Umræður Almennt Hvenær á að nota hjálm og hvenær ekki

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #44986
    andrisv
    Participant

    Núna virkar þetta kannski sem heimskuleg spurning fyrir marga en eftir atburði síðustu daga og vikur hefur maður velt fyrir sér hvort að hjálmar hefðu komið að einhverju gagni og hvort að ekki ætti að nota þá oftar?

    Hvernig á meðaljón eins og ég að vita hvenær ég eigi að hafa hjálm og hvenær ekki?

    Á maður t.d. að hafa hjálm þegar maður fer klettana uppá Þverfellshornið útaf því að steinn gæti dottið á hausinn á manni? Aldrei sér maður t.d. neinn með hjálm þar.

    Ef maður er að labba þar sem mikill bratti er, stórgrýtt og hætta á að hrasa og falla, á þá að nota hjálm?

    Hvert er hitt almenna viðmið?

    Einn áttavilltur.

    #58162
    Sissi
    Moderator

    Í mjög grófum dráttum eru reiðhjólahjálmar og hjólabrettahjálmar gerðir til að taka högg þegar notandinn fellur, jafnvel á hraða.

    Klifurhjálmar eru gerðir til að hlífa notanda við fallandi grjóti eða ís. Sérstaklega eldri týpur úr plasti með nylon borðum utan um höfuðið.

    Nýrri týpur eru þó margar hverjar úr frauði með plastskel og hlífa hliðunum á höfðinu betur, t.d. ef þú myndir sveiflast inn í klett í falli.

    Ég held að almenna þumalputtareglan sem margir fara eftir er að nota hjálm þegar þú ert kominn í einhvern bratta. Og það þarf ekkert endilega að vera neinn að klifra fyrir ofan þig til að grjót eða ís fari af stað, það gerist oft af sjálfu sér, tala nú ekki um þegar sól eða hitabreyting kemur inn í spilið.

    Svo: Ísklifur, alpaklifur, klettaklifur (margir, meðal annars ég, sleppa reyndar hjálmi á mjög vel hreinsuðum, öruggum sportklifursvæðum á borð við Valshamar og Hnappavelli en það má alveg gagnrýna það), brölt í bratta sem er nógu mikill til að fallandi ís eða grjót nái hraða.

    Eitthvað þannig. Vill einhver bæta við þetta?

    #58170
    siggasif
    Member

    Má ekki bæta við þumalputtareglunni að setja á sig hjálm þegar meður er kominn í brodda og heldur á ísöxi?

    #58176
    pejjen
    Member

    Ég er að mörgu leyti sammála Siggu og Svein. Mig langar samt að benda á það að þó klifurhjálmar eru ekki beint hannaðir til að taka högg vegna falls, þá þýðir það alls ekki að þeir gera ekkert gagn í svoleiðis slýs. Þetta virðist samt vera einhverskonar “urban legend” meðal klifurfólk og margir nota þetta sem afsökun til að vera ekki í hjálm í alskonar aðstæðum. Þetta pirrar mig svolitið og ástandin fyrir því er einfaldlega eigin reynsla. Lifið mitt hefði líklegast endað fyrir 14 árum, þegar ég 19 ára gamall lenti í klifurslýs, hefði ég ekki notað klifurhjálm. Ég rant 200-300m niður bratta snjóbrekku, féll 5-6m ofani “Bergschrund” og lenti þar á klöpp. Höggið rotaði mig, og hreinsaði út minnið mitt um fallið, þó ég var í hjálm, en hefði nánast eflaust drepið mig hefði ég verið hjálmslaus. Þess vegna nota ég alltaf hjálm í miklum halla, í klettaklifri, og ekki siðast í bröttum snjó.

Viewing 4 posts - 1 through 4 (of 4 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.