Var að komast til byggða í netsamband. Virkilega gaman að skoða myndir og lýsingar úr Hrútsfjallsferðinni. Annars rak ég augun í að Andri Már nokkur Johnsen efast mikið um skíðaferð mína niður Útigönguhöfða í júníbyrjun. Segir þar engan snjó hafa verið. Kannski var hann bara á vitlausu fjalli? Annars hafa menn verið að fara feikna góða dags-skíðaferðir allan júní á Þórmerkursvæðinu og aðliggjandi jöklum. Hefur Hermann Valsson verið einna mest aktívur. Það er a.m.k. ljóst að svæðið býður upp á hörku skíðaferðir langt fram á sumar með góðu aðgengi, t.d. Tungnarkvíslarjökullinn en þar eru feikna skemmtilegar misbrattar línur.
Kv. Árni Alf.