Hraundrangi

Home Forums Umræður Almennt Hraundrangi

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #47479
    Gummi St
    Participant

    Við vorum að koma niður af Hraundranga þar sem gestabókin er horfin og lokið hefur brotnað af boxinu utanum hana og er orðið hálffullt af vatni. Pelinn var þó undir steini við hliðiná þó rýr sé orðinn.

    Annars voru 2 teymi á Dranganum í dag, eitt dúó á undan okkur og svo fórum við þrír. Veður með því besta sem maður getur ýmindað sér, örlítil gola og glampandi sól, er ekki frá því að við höfum tekið smá lit í formi verkamannabrúnku.

    Geggjaður dagur, nóg af lausu grjóti og mold, ryðguðum fleygum og öðru eins myndefni, meira um það síðar.

    mbkv
    -GFJ

    #56784
    Gummi St
    Participant

    Fyrir þá sem hafa áhuga að þá eru komnar myndir og nýtt Video úr ferðinni inná http://www.climbing.is

    #56785
    0808794749
    Member

    Flottar myndir að venju.
    Nú er kannski tími til kominn að rifja upp þennan þráð um pelann góða.

    Hvar er Olli?

    #56786
    1908803629
    Participant

    Flottar myndir og frábært video – takk fyrir

    #56787
    2301823299
    Member

    Veit einhver hvers vegna Hraundrangi er skráður sem 998 metra hár inn á já.is, er það samkvæmt nýjum mælingum eða er það bara villa?

    #56790
    0703784699
    Member

    ég spyr bara hver fer á já.is og athugar hæð á fjöllum landsins? Ekki vissi ég að þar væri slíkan fróðleik að fá.

    kv.Gimp

    #56792
    2301823299
    Member

    Landakortið á já.is er mjög aðgengilegt og þægilegt, er meðal annars byggt á IS 50V kortagrunni frá Landmælingum Íslands svo maður hefur alveg smá trú á þessum upplýsingum, þess vegna spyr maður.

    #56794
    Freyr Ingi
    Participant

    Leiðinlegt að heyra að gestabókin sé orðin lasleg. Það virðist ekki ætla að vera auðvelt að halda lífi í slíkri bók þarna uppi, mér skilst að þessi sé sem nú er uppi sé hin þriðja í röðinni.

    Annars tek ég undir orð Sveinborgar skora á Olla að skila pelanum upp hið fyrsta eða í það minnsta skila honum til stjórnar svo næsti hópur sem hyggur á Hraundranga geti komið honum fyrir á sínum stað.

    #56811
    1811843029
    Member

    Við Gummi vorum að ræða þetta um daginn. Hann kom með ágætis hugmynd að hólk til að geyma bókina og pelann í. Næsti hópur sem ætlar á Hraundranga mætti gjarnan heyra í stjórninni.

Viewing 9 posts - 1 through 9 (of 9 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.