Ég vil auglýsa eftir slakk-rópinu sem var á Hnappavöllum þar til fyrir örfáum vikum síðan. Það sem um ræðir er hvítur kaðall sem var strengdur milli tveggja steina rétt við tjaldstæðið. Skemmtu menn sér við að reyna að halda jafnvægi á reipinu, en nú er það horfið. Ef einhver hefur hugmynd um hvar reipið er þá væri þjóðráð að koma því aftur á sinn stað.
Hjalti Rafn.