Hnappavellir og 8a.nu

Home Forums Umræður Klettaklifur Hnappavellir og 8a.nu

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45887
    Siggi Tommi
    Participant

    Jæja, það var ekki ýkja fjölmennt á Hnappó um helgina en þeim mun góðmennara… :)
    Fór ásamt Robba, Ása, Valda og Marianne og þar var einnig Guðjón Snær með Svövu sína og afsprengið Helgu ásamt tveimur fjórfætlingum. Einnig komu einhverjar hræður í styttri heimsóknir en fór lítið fyrir.
    Veður var svona lala, SA- og A-kaldi sem óvíða var skjól fyrir en alls ekki sem verst.
    Helstu afrekin voru kannski ekki í sögubækurnar (5.12b og c farnar minnir mig) nema að þrír eldhugar fóru leiðina Bagdad Café (5.11d,) í Öldubóli (hjá Kokteil, 5.10d) og voru sammála um að það væri tómt bull að sú leið sé leiðinleg (eins og orðsporið og nýji leiðarvísirinn vilja meina). Reyndar döðlaðist ein línan við fall í efsta bolta en það drapst enginn af því… :) Mælum með að áhugasamir prófi stykkið (og setji tvöfaldan tvist í efsta bolta til að hlífa snærinu).

    Annars ætlaði ég líka að minna áhugasama á sænska/alþjóðlega klifurvefinn
    http://www.8a.nu
    Sá vefur býður upp á skráningu leiða og grjótglíma í gagnagrunn, þar sem allir notendur (sem skrá leiðir þ.e.) eru gráðaðir í samræmt stigakerfi, sem byggir m.a. á erfiðleika leiða og fjölda tilrauna sem þurfti til að klára hana.
    Kerfið reiknar heildarstig út frá 10 eða 12 stigahæstu leiðum (man ekki hvort) hvers klifrara síðustu 12 mánuði. Þetta gefur mönnum færi á að fylgjast með afrekum og framförum sínum (og annarra) og er almennt bara afar mótíverandi.
    Við erum nokkrir sem erum að færa leiðir inn í þetta kerfi en það mætti gjarnan fjölga Íslendingum þarna inni til muna! Það vantar ekki virka klifrara þessi misserin alla vega…
    Tékkið endilega á http://www.8a.nu !!!!!

    #52777

    Umræddar hræður voru væntanlega nýliðar úr Ársæli að viðra tærnar eftir að hafa rölt uppá Hnúk í hundraðmanna umferðaröngþveiti.

    #52778
    Robbi
    Participant

    Já, það var gríðarleg stemmning á Hnappavöllum um helgina. Veðrið fyrir næstu helgi er gott og ég vona að ég sjái sem flesta þar…
    rh

Viewing 3 posts - 1 through 3 (of 3 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.