Nýr leiðarvísir fyrir Hnappavelli, HNAPPAVALLAHAMRAR KLIFURHANDBÓK, er kominn út!
Þetta er 68 síðna handbók þar sem ítarlega er fjallað um sportklifur og sagt frá öllum leiðum. Þá er umfjöllun um grjótglímu og ísklifur í hömrunum. Einnig er að finna í bókinni umfjöllun um jarðfræði, dýralíf, gönguleiðir og ýmislegt hagnýtt sem snýr að klifri.
Bókin er núna einungis fáanleg í Klifurhúsinu, Skútuvogi 1G og kostar bara 1450 krónur.
Klifurhúsið er líka opið á morgun, sumardaginn fyrsta. Þetta er sumargjöfin í ár!
JVS