Ég og Óli Raggi heimsóttum Hnappavelli um helgina og hittum þar fyrir heimalningana, Bjössa Baldurs, Stebba Smára og Smára Stebba. Laugardagurinn eins og besti sumardagur en sunnudagurinn heldur kaldari.
Skoðuðum Öræfajökulinn með öðru auganu og er það að segja að Hrútfjallstindar virka í ágætis aðstæðum, a.m.k. hefðbundna leiðin og hægt er að skíða langleiðina niður Virkisjökulinn ætli menn á Hnjúkinn. En er því hægt að fremja axarsköft og plankast ef menn eru ekki komnir í sumargírinn.