Robbi hefur vonandi rifjað upp ógurlegu vísindin sem við beittum í Þorgeirsfelli um árið.
Þá var útbúin steinslöngva með 1kg þungum hvössum steini með ca. 1m löngum prússík.
Með þessu tóli var hægt að vippa grjótinu upp á næstu syllu til að fæla pláguna burt og endurnýta steininn eins oft og verða vildi.
Frá vistfræðilegum sjónarmiðum var þetta e.t.v. ekki mjög vinsælt þar sem þó nokkur fjöldi eggja varð fyrir varanlegum brotskemmdum í kjölfarið en væntanlega gráta fæstir klifrarar þau jaðaráhrif.