Bendi líka á leiðirnar í Villingadal eins og Bergur “tilkynnti” vel. Hægra megin við skálina eru langar og flottar WI3 leiðir og eru þær mjög skemmtilegar.
Í múlafjalli er að finna nokkrar þægilegar byrjendaleiðir. Ein fyrir miðju inn í gili, eins og það sé búið að bíta bita úr fjallinu.
Enn lengra er eins og ísbreiða, nálægt þar sem vegurinn beygjir í botni fjarðar. Þar er að finna WI2 og WI3.