Hekluferð

Home Forums Umræður Skíði og bretti Hekluferð

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45756
    Smári
    Participant

    Síðastliðinn laugardag var farin ferð á vegum klúbbsins á Heklu. Sjö manns mættu. Keyrt var sem leið lá eftir vegaslóða norður fyrir Litlu Heklu, alveg upp að rótum fjallsins. Eftir tæplega 100 m hækkun voru skíðin sett undir fætur og arkað áleiðis. Skýjahula var á toppnum allan daginn nema í nokkrar mínútur þegar hópurinn var að leggja í hann niður aftur. Frábært skíðafæri var niður í ca. 1200 m en nokkuð hart undir því. Frábær dagur á fjöllum.

    kv. Smári

    Es. Þeir sem tóku myndir í ferðinni eru hvattir til að gera þær opinberar.

Viewing 1 post (of 1 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.