Heimsaski fjallamaður á landinu

Home Forums Umræður Almennt Heimsaski fjallamaður á landinu

  • This topic is empty.
  • Author
    Posts
  • #45151
    2806763069
    Member

    Tveir íslendingar komu um daginn og vildu fara á Hnjúkinn með ÍFLM. Það var ekki pláss fyrir þá í línunni.

    Daginn eftir mætti leiðsögumaður okkar þeim á niðurleið í 1600m hæð klukkan 15:00. Tveimur saman, ekki með línu, legghlífar og í takmörkuðum fatnaði. Veðrið var með besta móti og mikil sálbráð. Leiðsögumaðurinn okkar sem er Ný Sjálendingur helti sér yfir þá og reyndi að skýra fyrir þeim að þeir væru hálvitar og ættu að snúa við hið fyrsta. Þeir sögðu á móti að þeir væru í fjallabjörgunarsveit og vissu alveg hvað þeir væru að gera.

    Ég hafði tal af öðrum þeirra þegar þeir komu niður þar sem í ljós kom að honum fannst þetta allt í lagi þar sem fólk sólóar Everst. Þeir voru svona seint á ferð þar sem þeir þurftu að bíða eftir að sjoppan í Freysnesi opnaði til að þeir gætu fengið sér samloku í nesti.

    Á meðan á samtalinu stóð bað hann mig að tala ekki við sig eins og hann væri krakki. Ég benti honum á að ef menn hegða sér eins og krakkar er talað við þá eins og krakka.

    Þeir náðu að toppa og þurftu að fara yfir all margar stórar sprungur á niðurleiðinni sem hefðu valdið mér áhyggjum svo síðla dags jafnvel með línu.

    Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þeir eru ekki í björgunarsveit. Annar þeirra var á sínum tíma í Tryggva Selfossi þar sem ég kenndi honum sig og ísaxarbremsu en minntist ekki einu orði á ferðamennsku á jöklum.

    Kvöldið áður var ég búinn að skýra út fyrir þeim að elta slóðina okkar upp án línu væri öfgaheimskulegt en greinilega hef ég ekki verið nógu skýrmæltur.

    Það er ótrúlegt hvað fólki dettur í hug og nú á líka að fara að bolta Stardalinn.

    Hér er annars tengill í umfjöllun um ísklifur á Íslandi inni á Nýsjálenskri heimasíðu.
    http://www.mountainz.co.nz/content/article/article.php?

    #48868
    2806763069
    Member
    #48869
    Hrappur
    Member

    skemtilegt að lesa fyrirsögnina og nafnið svo á eftir þegar maður velur þessa grein. Hehe

    #48870
    Hrappur
    Member

    PS ég er víst jafn lesblindur og Ívar

    #48871
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ekki vera sár þó engin taki mark á þér.

Viewing 5 posts - 1 through 5 (of 5 total)
  • You must be logged in to reply to this topic.